Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Side 21
Mars er í meyjarmerki í ársbyrjun ofl færist til austurs gegnum merki
vogarskála, sporðdreka, höggormshaldara og bogmanns, en snýr þar við 23.
maí. Er þó enn í því merki, er hann snýr til austurs á ný 29. júlí. Reikar
síðan til ársloka gegnum merki bogmanns, steingeitar og vatnsbera. Mars er
lengst af mjög lágt á lofti, en hækkar hratt í árslok Hann er gegnt sólu 24.
júní, en kemur þá ekki upp fyrir sjóndeildarhring í Reykjavík.
Jupiter er í ársbyrjun í nautsmerki og á vesturleið, en snýr viö 10. febrúar
og reikar gegnum tvíburamerki og inn í krabbamerki, unz hann snýr þar við
17. nóv , og nær inn í tvíburamerki við árslok.
Satúrnus er í meyjarmerki í ársbyrjun. Reikar fyrst inn í vogarskálamerki,
en snýr við 18. febr. og fer aftur inn í meyjarmerki. Snýr enn við 7. júlí og
reikar til ársloka um merki vogarskála.
Úranus er allt áriö við mót tvíbura- og krabbamerkis. Hann sést óljóst
með berum augum.
Neptúnus og Plútó sjást ekki með berum augum.
TAFLA,
er sýnir, hvenær á sólarhringnum Mars, Júpiter og Satúrnus
eru í hásuðri frá Reykiavík við sérhver mánaðamót
1954 Mare Júpíter Satúrnua
Klt. m. Klt. m. Klt. m.
1. janúar - 8 07 22 55 8 09
1. febrúar ... 7 16 20 43 6 14
1. marz 6 30 18 55 4 24
5 31 17 07 2 18
1. maí 4 18 15 31 0 11
2 27 13 67 21 57
1. júlí 23 51 12 29 19 55
1. ágúst 21 28 10 57 17 66
1. september 19 59 9 22 16 01
19 07 7 44 14 14
1. nóvember 18 27 5 55 12 26
1. desember 17 51 67 10 42
17 12 1 48 8 56
(19)