Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 30
eríkumenn tóku við því, hefði farið svo hlaðinn af
þakldæti frá íbúunum eins og hann.
Það, sem hann færðist nú í fang, var miklu stór-
kostlegra og mörgum sinnum erfiðara en að hreinsa
Havana. Ekki aðeins vegna þess, live landsvæðið var
stórt og klætt frumskógum, sem öll heimsins kvikindi
áttu heima í, heldur vegna þess, að hann átti við
skilningsleysi stjórnmálamanna og verkfræðinga að
etja, manna, sem ekkert vit höfðu á sjúkdómum og
gátu eða viklu ekki skilja, hve nauðsynleg heilsu-
verndarstarfscmin var, ef takast átti að ljúka verk-
inu. Stjórn ameríska læknafélagsins sá glöggt, að
lieilsuverndin yrði að haldast i hendur við verk-
fræðina, ef vel átti að fara, og mátti ekki vera undir
verkfræðinga gefin. Hún vildi gera Gorgas að meðlim
í yfirstjórn framkvæmdanna og láta starf hans ekki
lúta neinni annarri stjórn en lieilbrigðisstjórn Banda-
rikjanna. En þetta náði ekki fram að ganga. Gorgas
varð að fá allar sinar áætlanir og fjárveitingar sam-
þykktar hjá yfirstjórn framkvæmdanna, og það
reyndist honum slikur fjötur um fót, að öllum fram-
kvæmdum ekki aðeins seinkaði, heldur gat hann ekki
komið fram nema litlu einu af því, sem nauðsyn-
Iegt var.
Þegar Ameríkumenn liófu verk sitt við Panama-
skurðinn, bar þar sáralitið á gulu sóttinni. Forstöðu-
menn verksins héldu því, að ekki væri mikið að ótt-
ast úr þeirri átt og vildu ekki leggja neitt til muna
í kostnað til þess að útrýma mýflugum. Þeir voru
ekki betur að sér en svo, að þeir héldu, að gula sóttin
stafaði aðallega af sóðaskap og töldu vist, að nægilegt
væri að fylgja almennum lireinlætisreglum til þess
að losna við drepsóttirnar. En Gorgas og menn hans
vissu betur. Þeir vissu, að lítið hafði verið um gulu
sóttina í Havana, áður en Ameríkumenn komu þang-
að, en svo hafði liún blossað upp. Þeir vissu, að
þessi veiki sýkir smám saman alla í kringum sig,
(28)