Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Síða 33
bitið. Og þótt Panamarikið væri ekki gamalt, var
furðulegt, hvernig sama manntegundin varð fljótt
fj'rir honum einnig meðal embættismannanna þar.
„Heilbrigðistilskipanir ykkar!“ sagði borgarstjór-
inn i Colon við Le Prince, sem var hægri hönd
Williams Gorgas. „Vitið þér ekki enn, hvað þær
þýða fyrir stjórnmálin hjá okkur? Vitið þér ekki, að
ef við framkvæmum fyrirskipanir ykkar, þá tapa ég
næstu kosningum? Og vitið þér ekki, að ég hef getað
haldið sæti mínu í gagnum hverja stjórnarbylting-
una af annarri? Getið þér ekki hugsað um næstu
kosningar? Ég skal taka á móti tilmælum yðar, en ég
ætla ekki að framkvæma neinar tilskipanir, lög eða
reglur, sem liklegt er, að dragi úr fylgi mínu við
næstu kosningar.“
Þannig stóðu stjórnmálamennirnir, bæði í Wash-
ington og Panama, á móti nauðsynlegum framkvæmd-
um i heilbrigðismálum. Afleiðingin varð sú, að gula
sóttin hélt áfram að geisa, og tók Gorgas sér nærri
að sjá hvern af öðrum veikjast og deyja, vitandi vel,
að slikt var með öllu ónauðsynlegt.
Einu sinni benti Le Prince ungum húsameistara
á göt í vírnetinu yfir gluggunum á skrifstofubygg-
ingunni, þar sem hann vann, og sagði, að þetta
þyrfti að laga. Húsameistarinn hafði lært af yfirboð-
urum sinum að taka litið mark á flugnahjali lækn-
anna, og fannst engin ástæða til þess að lagfæra þetta.
Sýnilegt var, að flugurnar gátu flogið þarna út og
inn eftir vild. Hvað eftir annað benti Le Prince
húsameistaranum á þetta, en hann skellti við skoll-
eyrunum.
„En ef hér skyldu deyja tuttugu manns í þessu
húsi,“ sagði Le Prince. ,„Hver vill taka á sig ábyrgð-
ina á því?“
„Það geri ég,“ sagði húsameistarinn, sannfærður
um, að engin hætta gæti stafað af nokkrum rifum í
netinu.
(31)