Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 34
Ekki er vitað, hvort tuttugu manns dóu í húsinu,
en ekki var liðinn mánuður frá þessu samtali þangað
til húsameistarinn ungi var dauður úr gulu sóttinni.
í öllu þessu andstreymi barst Gorgas óvænt hjálp.
Ameríska læknafélagið, sem hafði viljað fá Gorgas
inn í stjórnarnefndina, fékk fregnir um, að Gorgas
mundi eiga erfitt uppdráttar í Panama. Það sendi
því einn af fremstu skurðlæknum Ameríku, Charles
A. L. Iteed frá Cincinnati, sem var náinn vinur her-
málaráðherrans og fyrrverandi formaður læknafélags
Ameríku, til Panama, til þess að kynna sér ástandið.
Dr. Reed hafði ekki hátt um tilgang farar sinnar.
Hann kom til Colon, liöfuðborgarinnar i Panama, 7.
febrúar 1905 og dvaldist í hálfan mánuð á eiðinu.
Hann notaði tímann og sín glöggu læknisaugu vel og
gaf siðan skýrslu um för sina til hermálaráðherr-
ans, sem seinna varð forseti, William H. Taft, sem
fékk hana 1. marz. Þegar hún var birt, ýmist i heilu
lagi eða kaflar úr henni í blöðunum víðs vegar um
Eandarikin, vakti hún geysimikla athygli. Menn sáu
liversu ógurlegt verk það var, sem Gorgas hafði tekið
að sér, en jafnframt, hve óskaplega erfiðleika stjórn-
arvöldin og yfirmenn hans sköpuðu honum og það
að nauðsynjalausu.
„í þessari för minni,“ sagði dr. Reed í skýrslu sinni,
„sannfærðist ég um dugnað og áhuga heilbrigðis-
starfsmannanna og að þeim hefur orðið mjög mikið
ágengt við liin örðugustu skilyrði; að mikið er ógert,
sem ekki er unnt að framkvæma nema skilyrði fáist
til þess; að miklu meira hefði átt að gera og mundi
liafa verið gert, ef ekki hefði strandað á fjárveit-
ingum til þess.“
Síðan sneri dr. Reed við blaðinu og var ekki
myrkur í máli, er hann gagnrýndi stjórnarnefndina,
einkum nefndarinanninn Carl E. Grunsky, sem Gorgas
liafði átt mikil viðskipti við. Gagnrýnin á Grunsky,
tók yfir sex blaðsíður í tímariti læknafélagsins og
(32)