Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Síða 37
stm sjúklingurinn fer fram á, og ef ekki er neitt
sérstakt því til fj'rirstöðu, gerir hann hvern mann
ánægðan. Margan mann hef ég heyrt segja, að þaS
borgi sig aS hafa haft gulu sóttina tii þess að geta
■verið undir handarjaðri annars eins manns og Gorgas
ofursta.“
Það var miklu meira stórvirki að hreinsa Panama
af pestunum heldur en Havana. í Panama þurfti að
þurrka upp stór landsvæði til þess að uppræta gróðr-
arstiur fyrir malaria-mýflugurnar. Menn geta gert sér
í hugarlund, hvað þurft hefur til að útrýma mýflug-
um í landi, þar sem daglega rignir átta mánuði ársins
og veðrið er svo heitt, að gróður jarðarinnar vex
jafnt og stöðugt árið um kring. Gorgas hafði oft þurft
á mikilli hugkvæmni að halda, en aldrei eins og hér,
þar sein ekkert vatn mátti safnast neins staðar, ef
allt átti ekki að fyllast af mýflugum. Ef einhvers
staðar kom stífla i skurð, var þar jafnskjótt komin
gróðrarstia fyrir flugurnar, og runnar tóku fljótt að
vaxa, þar sem vatnið settist að. Hann varð að láta
múrhúða marga skurði og fylla aðra með grjóti, svo
að runnarnir gætu ekki vaxið, en vatnið varð að
komast leiðar sinnar. Eftir því sem skurðgreftinum
miðaði áfram, mynduðust stöðugt mishæðir i jarð-
veginum, sem fylltust af vatni og hefðu orðið að
grc ðrarstíum fyrir mýflugur, ef ekki hefði verið vak-
að yfir að hella jafnslcjótt olíu yfir hvern slikan poll.
Ekki dugði steinolían samt þar, sem var renn-
andi vatn. Þar lét Gorgas útbúa sérstaka kagga með
eins konar lcveik í, þar sem karbólsýra, natrón og
harpix seitlaði jafnt og þétt út um, svo að lirfurnar
fengju ekki næði til að vaxa, því að örlítið af þessum
efnum i vatninu var nóg til þess að drepa hverja
lirfu. Svo langt varð Gorgas að ganga í sóttvörnum
sinum, að hann neyddist til að banna fólki að hafa
kýr á eiöinu. Og það af þeirri orsök, að beljurnar
settu djúp spor í jaröveginn og holurnar fylltust af
(35)