Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 40
þarf að óttast hana lengur. Ef einhver þarf aS fara
inn i villtustu frumskóga Brasiliu eSa Afríku, þar
sem búast má við gulu sóttinni meðal apanna, lætur
hann bólusetja sig áður og getur síðan gengið örugg-
ur hvar sem vera skal hennar vegna.
Þess verður ekki iangt að bíða, að haldið verði
hátíðlegt 100 ára afmæli Williams Gorgas. Allur hinn
menntaði heimur hefur ástæðu til að gera sér þá
dagamun, þvi að fáir dagar hafa fært heiminum
betri mann en þann, sem fæddist í Mobile í Alabama
3. október 1854.
Níels P. Dungal.
Heimildir:
Encyclopaedia Britannica 14th ed. 1942 17. bd. Panama.
Yellow Fever, George K. Strode, editor, New York 1951.
Gibson, J. M.: Physician to the World. The Life of
General William C. Gorgas. Duke University Press, 1950.
Árbók íslands 1952.
Árferði. Fyrstu mánuði ársins voru mikil snjó-
þyngsli og talsverðar frosthörkur. Á þorra voru meiri
snjóar sunnanlands en verið hafði í áratugi. Tíð var
góð fyrri hluta vors, en um mánaðamótin maí—júni
gerði þrálátt kuldakast. Snjóaði þá viða í byggð á
Norður- og Austurlandi, lömb króknuðu allviða, og
liross fennti i Skagafirði. Var yfirleitt mjög kalt síðari
hluta vors, einkum á Norðurlandi. Kýr voru allvíða
enn á fullri gjöf um Jónsmessu. Tún spruttu mjög
seint víðast hvar á landinu, og töðufengur var víða
rýr, en sums staðar þó í meðallagi. Um sumarið var
tíð mjög hagstæð, einkum sunnanlands. Seint i ágúst
gerði kuldakast, og snjóaði þá mikið víða norðanlands
og austan, svo að samgöngur tepptust vegna snjóa sums
staðar, t. d. á Jökuldalsheiði. Um haustið og fram til
(38)