Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 41
ársloka var tíð óvenjulega mild. Mátti sjá margar
jurtir í blóma um miðjan nóvember, og óskemmd
bláber voru þá tind á Vestfjörðum. Kýr gengu sums
staðar úti alllangt fram i nóvember. Á jólaföstu
sprungu rósir út í görðum, bæði sunnanlands og norð-
an. í desember voru hinir hæstu fjallveg'ir, svo sem
Fjarðarheiði og Oddsskarð, akfærir eins og að sumar-
lagi.
Brunar. Bærinn á Úlfsstöðum í Hálsasveit branr.
1. janúar. 29. jan. brunnu flugvallarbyggingarnar á
Melgerðisflugvelli í Eyjafirði. 29. jan. brann rafstöðv-
arhús í Lýtingastaðalireppi í Skagafirði. 31. janúar
brann stórt íbúðarhús á Akureyri. 15. marz brann
lýsis- og beinamjölsverksmiðja í Grindavík til kaldra
kola, og olli sá bruni geysimiklu tjóni. 1. apríí
brann íbúðarhúsið í Gunnólfsvík á Langanesi. Aðfara-
nótt 3. júni brann verzlunarlms og veiðarfærageymzia
í Grafarnesi í Grundarfirði. Aðfaranótt 9. ágúst stór-
skemmdist reiðhjólaverkstæðið „Örninn“ í Rvík af
eldi og eyðilögðust þar mörg reiðhjól. 14. ág. brann
bærinn í Skíðsholtum á Mýrum. 25. ágúst brann bila-
verkstæði olíufélagsins „Esso“ á Reykjavíkurflugvelli,
og eyðilögðust eða skemmdust þar allmargir bílar, og
einnig eyðilögðust þar vörubirgðir. 17. okt. brann
bærinn i Lóni i Ólafsfirði. 21. okt. brann bærinn í
Brattholti í Biskupstungum. 8. nóv. brann reykhús
Seljalandsbúsins á ísafirði. Ónýttust þar miklar kjöt-
birgðir. 25. nóv. brann íbúðarhúsið Bjarmaland í
Sandgerði. 1. des. brann íbúðarhús, fjós og hesthús
í Firði í Mjóafirði. Aðfaranótt 15. des. brann íbúðar-
húsið Berg á Djúpavogi ásamt miklu af innanstokks-
munum. Aðfaranótt 23. des. brann stór íbúðarskáli
í Múlabúðum i Rvik. Misstu þar þrjár fjölskyldur
aleigu sina.
Búnaður. Nokltur heyskortur var sums staðar undir
vorið. Tún spruttu mjög seint, og hófst sláttur viðast
hvar á landinu ekki fyrr en um miðjan júlí. Sums
(39)