Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 42
staðar norðanlands og austan, t. d. á Jökuldal, hófst
sláttur ekki fyrr en í júlílok eða ágústbyrjun. Voru
tún yíða mjög kalin. Vegna lélegrar sprettu á túnum
kvað meira að heyskap á engjalöndum en um mörg
undanfarin ár. Sumir bændur sóttu heyskap um lang-
an veg. Bændur úr Gullbringu- og Kjósarsýslu og upp-
sveitum Árnessýslu stunduðu t. d. heyskap i lágsveit-
um Árnessýslu, og bændur úr Miðfirði í Mýrasýslu.
Heyskapur var víða stundaður langt fram í október
og jafnvel lengur. Nýting heyja var víðast hvar góð.
Heyfengur var tæplega i meðallagi.
Mikið var unnið að ræktunarframkvæmdum með
stórvirkum vélum. Jarðræktarframkv. bænda á árinu
kostuðu 25—27 millj. kr. Nýrækt fór vaxandi, en túna-
sléttur heldur minnkandi. Nýjar girðingar voru rúm-
iega 41 km (árið áður 30 km). Fluttar voru til lands-
ins um 500 dráttarvélar og 480 sláttuvélar, auk ann-
arra landbúnaðarvéla. Tíð var svo góð síðustu mán-
uði ársins, að allviða var unnið að jarðabótum á
jólaföstu. Unnið var áfram að nýbýlahverfum í Þinga-
nesi i Hornafirði, á Hvolsvelli, i Ölfusi, á Reykhólum,
á Skinnastöðum á Ásum, á Víðimýri og í Ljósavatns-
lireppi. Hafinn var undirbúningur að stofnun nýbýla-
hverfis með sauðfjárrækt fyrir augum á Auðkúlu í
Svínavatnshreppi. Auk þessa unnu 45 einstaklingar
að stofnun nýbýla, og 8 eyðijarðir voru endurbyggðar.
Á hinn bóginn héldu jarðir áfram að leggjast i eyði
i sumum landshlutum. Þannig fór Sléttuhreppur í
Norður-ísafjarðarsýslu algerlega í eyði, er síðustu
íbúar Aðalvíkur og Hesteyrar fluttust á brott. — Mikið
var unnið að skógrækt. Ákveðið var að halda árlega
skógræktardag skólafólks. 60 norskir skógræktarmenn
unnu að skógrækt á íslandi i mailok og júníbyrjun,
en 60 íslenzkir skógræktarmenn dvöldust um sama
leyti við skógrækt á Mæri og Hörðalandi í Noregi.
Unnið var að minningarlundi Jónasar Hallgrímssonar
i Öxnadal, og skógrækt var hafin i Vatnsdalshólum.
(40)