Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 44
fann upp nýtt lyf við fjöruskjögri. — Refir gerðu
talsver'ðan usla i sauðfé sums staðar á landinu, og
virðist þeim hafa fjölgað mjög á undanförnum árum.
Slátrað var um 247,000 sauðfjár (árið áður um
281,000). Af þvi voru 206,000 dilkar (árið áður 240,000).
Meðalþungi dilka var 14,6 kg (árið áður 14,13 kg). —
Mjólkurframleiðsla jókst nokkuð. Smjörframleiðsla
jókst mjög og skyrframleiðsla nokkuð. Ostaframleiðsla
var svipuð og árið áður.
Tilraunir með býflugnarækt voru gerðar i Rvík. —
Freðkjöt var flutt út fyrir 2,9 millj. kr. (árið áður
12,7 millj. kr.). Garnir voru fluttar út fyrir 0,9 miilj.
kr. (árið áður 2,1 millj. kr.). Ull var flutt út fyrir
10,5 millj. kr. (árið áður 11,3 millj. kr.). Fluttar voru
út 385,000 gærur á 18,4 millj. kr. (árið áður 198,000
á 12,5 millj. kr.). Skinn voru flutt út fyrir 2,9 millj. kr.
(árið áður 1,1 millj. kr.).
Bændum á þeim svæðum, sem verst urðu úti vegna
harðindanna á undanförnum árum (Múlasýslum, Þing-
eyjarsýslum og Árneshreppi í Strandasýslu) voru
veitt lán frá rikinu, alls 5,3 millj. kr.
Búnaðarþing kom saman í Reykjavík í febrúar.
Aðalfundur stéttarsambands bænda var haldinn á
Laugarvatni i ágústlok. Bændasamband Norðurlanda
hélt aðalfund sinn i Reykjavík í ágúst. Aðalforstjóri
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar sameinuðu þjóð-
anna, N. E. Dodd, heimsótti ísland.
Búfræðikennsla var hafin i sumum héraðsskólanna.
Embætti. Embættaveitingar: 1. janúar tók Ásgeir
Ólafsson við skrifstofustjóraembætinu hjá Brunabóta-
félagi íslands. 3. jan. var Bjarni Ásgeirsson skipaður
sendiherra i Tékkóslóvakíu með aðsetri i Osló. 5. jau.
voru eftirtaldir vararæðismenn ísl. i Bandaríkjunum
og Kanada skipaðir ræðismenn: Dr. Stefán Einarsson,
Baltimore, dr. Richard Beclc, Grand Forlcs, Stanley
Th. Ólafsson, Los Angeles, Björn Björnsson, Minnea-
polis, J. M. Marsh, Filadelfiu, Bardi G. Skúlason,
(42)