Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 45
Portland, Steingrímur 0. Thorláksson, San Fransisco
og Berkeley, K. Frederick, Seattle, L. H. Thorláksson,
Vancouver og W. H. Warren, Halifax. 14. febr. var
Eyjólfur Jóhannsson skipaður forstjóri Innkaupastofn-
unar ríkisins. 26. febr. var Hjálmar Finnsson við-
skiptafr. ráðinn framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju
ríkisins. 19. marz var J. Tasiaux skipaður vararæðism.
ísl. í Briissel. 21. marz voru þessir menn skipaðir
í stjórn íslenzkra getrauna: Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi (form.), Daníel Ágústinusson kennari
og Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri. 24. marz var Thor
Thors skipaður sendiherra Isl. í Brasilíu og Argentínu.
24. marz var Magnús Jochumsson skipaður póstmeist-
ari í Rvík. 1. apríl var Pálmi Hannesson skipaður í
orðunefnd í stað Sigurðar heit. Halldórssonar. í april
voru skipaðir í varnarmálanefnd til að annast fram-
kvæmd varnarsamnings ísl. og Bandaríkjanna: Hans
G. Andersen (form.), Agnar Kofoed-Hansen og Guð-
mundur í. Guðmundsson. 10. maí var Gunnlaugur
Pétursson sendiráðunautur skipaður fastur fulltrúi
íslands í ráði Norður-Atlantshafsbandalagsins með
aðsetri í París. 3. júní var Einar Ingimundarson
lögfr. skipaður bæjarfógeti á Siglufirði. 11. júní var
Ragnar F. Lárusson skipaður sóknarprestur í Hofsóss-
prestakalli. 16. júní var Gunnar Björnsson skipaður
ræðism. ísl. í Khöfn. 18. júni var Sigtryggur Klemenz-
son lögfr. skipaður skrifstofustjóri i fjármálaráðu-
neytinu. 2. júlí var Gisli Jónasson skipaður skólastjóri
við Langholtsskóla í Rvik. 2. júlí var Gisli H. Kolbeins
skipaður sóknarprestur í Sauðlauksdalsprestakalli.
8. júli var Gisli Gestsson skipaður aðstoðarmaður
við Þjóðminjasafnið. 22. júli var Björn Jónsson skip-
aður sóknarprestur i Keflavíkurprestakalli. í júlí var
sr. Björn Magnússon kjörinn stórtemplar í stað sr,
Kristins Stefánssonar. 1. ágúst var sr. Guðmundur
Guðmundsson skipaður sóknarprestur í Útskálapresta-
kalli. 1. ág. var sr. Sigurði M. Péturssyni veitt Breiða-
(43)