Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 49
verið á íslandi. Félag ísl. iðnrekenda og Félag ísl.
smásöluverzlana gengust fyrir söluviku íslenzks iðn-
varnings 16.—22. nóv. í mai var skipuð rannsóknar-
nefnd ríkisins í iðnaðarmálum og skilaði hún skýrslu
i nóv. Önnur nefnd var sldpuð til að hafa eftirlit með
vörugæðum íslenzks iðnaðar. í ársbyrjun fór H. J.
Hólmjárn á vegum Fél. ísl. iðnrekanda til Norður-
landa til að kynna sér starfsskilyrði verksmiðjuiðn-
aðar þar. Páll S. Pálsson, framkvæmdastj. Fél. isl.
iðnrekenda, dvaldist í Bretlandi og kynnti sér iðn-
aðarmál. Fjórir íslenzkir iðnaðarmenn fóru til iðn-
náms í Bandarikjunum. Iðnaðarmálanefnd réð Frank
Á. Stefánsson verkfræðing til að veita iðnrekendum
tæknilegar leiðbeiningar.
Unnið var að byggingu áburðarverksmiðju i Gufu-
nesi og undirbúningi að byggingu sementsverksmiðju
á Akranesi. Virkjununum við Sog og Laxá var haldið
áfram. Stálsmiðjan i Rvik hóf undirbúning að smið
dráttarbáts fyrir Reykjavíkurhöfn, hins fyrsta stál-
skips, sem smíðað er hér á landi. Vélsmiðjan „Héð-
inn“ í Rvík smiðaði fyrsta dieselmótor, sem gerður
hefur verið á íslandi. Ofnasmiðjan i Rvik hóf fram-
leiðslu á millihiturum, er koma i veg fyrir skemmdir
af völdum kisilmyndunar í miðstöðvarkerfum. Máln-
ingarverksmiðjan „Harpa“ í Rvík færði út kvíarnar
og hóf framleiðslu nýrra tegunda af lakki og máin-
ingu. Raftækjaverksmiðjan „Rafha“ í Hafnarfirði og
vélsm. „Héðinn“ í Rvík unnu að framleiðslu rafmagns-
þvottavéla. „Rafha“ stofnaði til viðgerðatrygginga á
heimilistækjum. Bilasmiðjan í Rvík hóf yfirbyggingar
strætisvagna. „Lithoprent“ í Rvík fékk nýjar vélar til
að iakkbera pappírsumbúðir. Sldðagerðin „Fram“ í
Rvík hóf framleiðslu á jöklasleðum. Hafin var smið
á harmonikum i Rvík. Sútunarverksmiðjan h.f. í Rvik
hóf sútun skinna með nýjum aðferðum. í Hafnarfirði
var hafin steypa á gjallsteinum, og var reist hús til
þeirra nota í Hvaleyrarholti. Hafin var bygging beina-
(47)