Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 50
mjölsverksmiðju milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.
Vélaverkstœði tók til starfa á Hvolsvelli. Brennisteins-
breinsunarvélum var komið fyrir i gamla verksmiðju-
húsinu við Námaskarð. Tók verksmiðjan til staria
í október. Bílaverkstæðið „Þórshamar“ á Akureyri var
endurreist. Nýtt húsgagnaverkstæði tók til starfa á
Akureyri. Dúkaverksmiðjan á Akureyri hóf fram-
leiðslu á efni í vinnuvettiinga. Guðmundur Jóhannes-
son, ráðsmaður á Hvanneyri, fann upp nýja gerð á-
burðardreifara, og hóf Landssmiðjan framleiðslu á
þeim. Vélsmiðja Bolungavikur smíðaði nýja gerð
þúfnaskera. Aðalsteinn Richter arkitekt fann upp
nýja gerð fleka- og steypumóta.
Lítið eitt af íslenzkum iðnvarningi var selt til út-
landa, t. d. silfurmunir og leirmunir til Bandaríkj-
anna, plastvörur til Danmerkur, loðúlpur til Svalbarða
og pappi til Danmerlsur og Kenya i Austur-Afríku.
íþróttir o. fl. Hinn 19. april hófst getraunastarfsemi
til stuðnings íþróttum, og varð þátttaka í getraununum
allmikil, er á leið. íslendingar tóku þátt í skiðaíþrótt-
um karla á vetrarólympíuleikunum í Osló og ýmsum
greinum frjálsíþrótta á sumarólympiuleikunum i
Helsinki. Pétur Kristjánsson frá Rvik tók þátt í
norrænu ungiingasundmóti i Osló í april og varð hinn
þriðji i röðinni i 100 metra skriðsundi. í ágúst setti
Torfi Bryngeirsson á iþróttamóti í Svíþjóð nýtt Is-
landsmet i stangarstökki, 4,35 m.
Knattspyrna var iðkuð af miklu kappi. K. R. varð
íslandsmeistari i knattspyrnu. Brezkt knattspyrnulið
keppti í Rvik í mai og þýzkt lið i júní. Knattspyrnu-
ielag Akraness keppti víða i Noregi i júní.
Vetraríþróttir voru með likum hætti og undan-
larin ár. Áhugi glæddist á róðraríþróttinni, og var
róðrarmót íslands haldið á Skerjafirði í júlí. Nýr
golfvöllur var tekinn til afnota á Klambratúni i Rvik.
íslendingar tóku þátt i alþjóðaskákmóti i Helsinki
i ágúst. Bæjakeppni i bridge milli Reykjavikur og
(48)