Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Síða 77
Seattle. Halldór S. Gröndal frá Rvík lauk prófi i
gistihúsarekstri við Cornellháskóla i Bandaríkjunum,
Árið 1947 lauk Ófeigur Ófeigsson læknir frá Rvik
licentiatprófi i læknisfræði i Kanada. Yeitir próf
þetta læknaréttindi um allt brezka heimsveldið. 1951
lauk Sigríður Magnúsdóttir frá Rvík prófi við Sor-
bonneháskóla i París i frönsku, bókmenntasögu og
uppeldisfræði..
[Menn eru vinsamlega beðnir að senda árbókinni
upplýsingar um háskólapróf íslendinga erlendis á
undanförnum árum.]
Hinn 9. maí varði Gunnlaugur Þórðarson lögfr eð-
ingur við Sorbonneháskóla i París doktorsritgerð um
landhelgi Islands. 22. febr. voru þeir Matthías Þórð-
arson, fyrrv. þjóðminjavörður, og Haakon Schetelig,
prófessor i Björgvin, kjörnir heiðursdoktorar við
heimspekideild Háskóla íslands.
103 stúdentar útskrifuðust frá Menntaskólanum í
Reykjavík. Hlutu fjórir þeirra ágætiseinkunn, Sigrún
Árnadóttir, 9.27, Teitur Benediktsson, 9.04, Grétar
Dalhoff, 9.00 og Guðmundur Pétursson, 9.00. Sex
stúdentanna höfðu stundað lærdómsdeildarnám i
Laugarvatnsskóla, meðal þeirra Teitur Benediktsson.
— Úr Menntaskólanum á Akureyri útskrifuðust 69
stúdentar. Hæsta einkunn hlaut Guðmundur Þor-
steinsson, ágætiseinkunn, 7.51 (eftir Örsteds eink-
unnastiga). Úr Verzlunarskólanum í Rvílc útskrif-
uðust 15 stúdentar. Hæsta einkunn hlaut ísleifur
Halldórsson, ágætiseinkunn, 7.51 (eftir Örsteds eink-
unnastiga).
Miðskólaprófi (landsprófi) luku 448 nemendur, og
hlutu 339 þá einkunn, sem krafizt er til iungöngu
í mennta- og kennaraskóla. Hæsta einkunn hlaut
Ketill Ingólfsson í Gagnfræðaskóla Austurbæjar,
Rvík, ágætiseinkunn, 9.31.
Samgöngur. Flugsamgöngur voru greiðar, bæði
innanlands og til útlanda. Skymasterflugvélin „Hekla“,
(75)