Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 78
er leigð liafði verið amerísku flugfélagi, eyðilagðist á
flugvelli í Písa á Ítalíu i janúar. Loftleiðir keyptu i
maí nýja Skymasterflugvél frá Bandaríkjunum, og var
luin nefnd „Hekla“. Var lúm einkum i förum til New
York og milli Evrópu og Hongkong. „Gullfaxi" var
einkum í förum til Bretlands og Norðurlanda. Loft-
leiðir hættu innanlandsflugi frá 1. febr. vegna ó-
ánægju með skiptingu flugleiðanna innanlands. ís-
lenzkar flugvélar flugu um sumarið margar ferðir
til Grænlands með birgðir og farþega, m. a. á veguin
félaga þeirra, er starfrækja námur í Grænlandi.
Sjúkraflugvélin fór margar ferðir innanlands, og sótti
74 sjúklinga frá 42 stöðum. — Nokkrar flugvélar voru
seldar úr landi á árinu. Hinn 1. apríl hóf Veðurstofa
íslands starfrækslu flugveðurstofu á Keflavíkurflug-
velli. Unnið var að því að koma upp radióvitakerfi
fyrir innanlandsflug, og störfuðu að því erlendir sér-
fræðingar frá alþjóðaflugmálastofnuninni. Voru m. a.
reisir radióvitar á Akureyri og Hjalteyri.
Tveir nýir snjóbilar voru fluttir til landsins i marz.
Svefnvagnar voru teknir í notkun á leiðinni milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Gjaldmælar voru settir i
alla leigubíla i Reykjavik, Hafnarfirði og Keflavík.
Strandferðir voru með svipuðum hætti og áður.
„Laxfoss“ strandaði á Kjalarnesstöngum 19. janúar og
ónýttist. Var eftir það miklu ógreiðara en áður um
samgöngur milli Rvíkur og Borgarfjarðar. „Esja“ var
i viðgerð í Álaborg fyrstu mánuði ársins. — Siglingar
voru allmiklar til meginlands Evrópu, Bretlands og
Norður-Ameriku. „Gullfoss“ var allt árið i förum
milli Rvíkur, Leith og Kaupmannahafnar. „Hekla“ var
um sumarið í förum milli Rvíkur og Glasgow eins
og undanfarin sumur. í sept. fór „Hekla“ til Norður-
Spánar með 150 farþega. Nokkur erlend skemmti-
íerðaskip komu til Rvíkur um sumarið.
Ný ferðaskrifstofa, „Orlof“, tók til starfa í Rvík,
og ferðaskrifstofa Geirs H. Zoéga tók til starfa á ný.
(76)