Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Síða 79
Slysfarir og slysavarnir. Alls létust 63 íslendingar
af slysförum á árinu. Af þeim druknuðu 34, en 8
fórust í umferðarslysum. „Laxfoss" strandaði á Kjal-
arnesstöngum aðfaranótt 19. jan,, en mannbjörg var'ð.
I jan. fórst vélb. „Bangsi“ frá Bolungarvík. Fórust
þar tveir menn, en þremur var bjargað. í jan. fórst
og vélb. „Grindvíkingur“ frá Grindavík með fimm
mönnum. Snemma í febr. fórst „Eyfirðingur“ við
Orkneyjar með sjö mönnum. Marga menn tók út af
togurum og vélbátum. Hinn 6. mai stórskemmdist
togarinn „Gylfi“ af eldi, en tjón varð ekki á mönn-
um. 22. des. fórst þýzkur togari með allri áhöfn
út af Látrabjargi. Bandarísk flugvél fórst á Eyja-
fjallajökli i mai og með henni fimm menn, allir
bandarískir.
124 íslendingum og 79 útlendingum var bjargað úr
bráðri hættu, einkum fyrir atbeina Slysavarnafélags
íslands og hjálparsveita þess. Fiskimálaráðuneyti
Noregs færði í október Slysavarnafél. íslands 100.009
kr. að gjöf i þakkarskyni fyrir aðstoð þess við leit
að norskum selveiðiskipum, sem fórust í Norður-ís-
hafi í apríl. Flugbjörgunarsveitin fékk bækistöðvar
á Reykjavikurflugvelli. Hinn 17. marz vann Jón Guð-
mundsson frá Ólafsvík, liáseti á mb. „Erlingi“, fræki-
legt björgunarafrek. Varpaði hann sér fyrir borð og
bjargaði ósyndum sjómanni, er fallið hafði útbyrðis.
— Hinn 15. sept. bjargaði Marínó Finnbogason, sjó-
maður frá Bíldudal, 8 ára dreng, sem féll út af
bryggju í Ólafsvík. Fjórum árum áður hafði Marínó
bjargað barni á svipaðan hátt. — Tvö skipbrotsmanna-
skýli voru reist i Aðalvík, sem komin var í eyði.
Stjórnarfar. Sveinn Björnsson, forseti íslands, lézt
25. janúar. Fór útför lians fram með viðhöfn 2. febr.
Forsetakosningar fóru fram 29. júní. Þrír frambjóð-
endur voru í kjöri, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri,
sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup og Gísli Sveinsson
fyrrv. sendiherra. Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn með
(77)