Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 86
liúss og frystihúss í Stykkishólmi. Þar var og unni'ð
að sundlaugargerð og umbótum á kirkjunni. Unnið
vai' að byggingu afplánunarhœlis óskilsamra barns-
feðra á Kvíabryggju í Eyrarsveit. Unnið var að virkjun
Fossár og byggingu rafstöðvar fyrir Ólafsvík. Hafin
var bygging barnaskólahúss í Ólafsvík. Unnið var
að ýmsum framkvæmdum á Rifi á Snæfellsnesi i
sambandi við hina fyrirhuguðu landshöfn þar. Hrafn-
kelsá var veit í nýjan farveg. Rann hún áður í
Rifsós, en rennur nú til sjávar hjá Sveinsstöðum.
Lokið var lagningu vatnsveitu á Hellissandi, og sund-
laug var fullgerð þar. Unnið var að gerð sundlaugar
í Borgarnesi. Byggingu gistihúss í Borgarnesi var að
mestu lokið. Unnið var að byggingu heimavistarbarna-
skóla á Varmalandi i Stáfholtstungum. Talsvert var
um byggingaframkvæmdir á Akranesi. Nýja sjúkra-
húsið þar tók til starfa. Enn var unnið að undirbún-
ingi að byggingu sementsverksmiðjunnar.
Unnið var að hafnargerð og umbótum á hafnar-
mannvirkjum á svipaðan hátt og á undanförnum
árum. Viti var reistur á Bakkabökkum í Neskaupstað
og radíóvitinn á Dalatanga endurbyggður. Innsigl-
ingarviti var byggður við Hornafjarðarós og annar
á söndunum fyrir austan ósinn. Radiómiðunarstöð
var komið upp á Garðskaga. Viti var byggður á
Brygðuskeri í Faxaflóa og annar á Kirkjuhóli í Stað-
arsveit. Gagnger viðgerð fór fram á Straumnesvita
við Aðalvílt. Radíóvitum til flugþjónustu var komið
upp á Akureyri og Hjalteyri.
Nokkuð var um framkvæmdir í símamálum. Voru
notendasímar lagðir á allmarga sveitabæi, t. d. í
Klofningi og á Skarðsstönd. Komið var á beinu síma-
sambandi frá númerum í Rvík við Hveragerði, Sel-
foss, Keflavík og Brúarland í Mosfellssveit.
Skortitr á koparvír bagaði mjög rafveitulagnir. Þó
var nokltuð unnið að lagningu rafveitulina, m. a. í
Flóa, í Reykholtsdal og Hálsasveit í Borgarfirði,
(84)