Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Qupperneq 87
milli Glaumbæjar og Varmahlíðar í Skagafirði, miili
Hjalteyrar og Dalvíkur, og í Aðaldal.
Víða um land var unnið að vegagerð og viðhaldi
vega, og voru stórvirkar vinnuvélar notaðar. Uxa-
hryggjavegur var mjög endurbættur, en um hann
fóru miklir fjárflutningar um haustið til fjárskipta-
svæðanna á Suðurlandi. Unnið var i vesturhreppum
Mýrasýslu og á Snæfellsnesi, m. a. að Fróðárheiðar-
vegi og Skógarstrandarvegi. Viða var unnið í Barða-
strandarsýslu, m. a. að veginum milli Reykhóla og
Staðar, Gufudalsvegi, á Þingmannaheiði og á Barða-
strönd. Á Vestfjörðum var og m. a. unnið að Inn-Dýra-
fjarðarvegi, við Djúp innanvert, i Steingrimsfirði og
Bitru. 1 Húnavatnssýslu var unnið að Vatnsnesvegi,
Vatnsdalsvegi og Skagastrandarvegi, í Skagaf. eink-
um í Tungusveit, i Eyjafirði að Laugalandsvegi, í
Þingeyjarsýslu einkum i Ljósavatnsskarði og Tjör-
nesi. Á Austurlandi var m. a. unnið að veginum frá
Úthéraði til Njarðvíkur, Fjarðarheiðarvegi, veginum
út með Reyðarfirði að sunnan, veginum milli Fá-
skrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, Berufjarðarvegi og
á Lónsheiði.
Mikið kvað að brúasmíðum. Mesta mannvirkið var
hrúin á Jökulsá i Lóni, og var henni að mestu lokið.
Er þetta önnur lengsta brú landsins, 250 metrar.
Laxá i Kjós var brúuð fyrir innan Reynivelli. Gerðar
voru brýr á Fitjaá i Skorradal, Reykjadalsá í Reyk-
holtsdal, Stapagil og Dagverðará í Breiðuvík, Miðfells-
gil á Fróðárheiði, Fróðá í Fróðársveit, Kárastaðaá í
Álftafirði á Snæfellsnesi, Hafnará og Helluá milli
Ásgarðs og Staðarfells, Búðardalsá á Skarðsströnd,
Djúpadalsá í Barðastrandarsýslu, Dvergasteinsá í
Álftafirði í N-ís., Selá á Langadalsströnd, Byrgisá
við Drangsnes, Staðará i Steingrímsfirði, Krossastaðaá
á Þelamörk. Unnið var að smið brúar á Glerá við
Akureyri, en henni var ekki lokið. Laxá í Suður-Þing-
eyjarsýslu var brúuð hjá Laxamýri, en árinu áður
(85)