Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 92
Verkfall togarasjómanna hófst 21. febr., og lauk
því 8. marz. Hinn 1. desember hófu 22 verkalýðs-
félög í Rvík verkfall og auk þeirra mörg verkalýSs-
félög víðs vegar um land. Næstu vikur breiddust
verkföllin enn út, og aS lokum voru í verkfalli meira
en 50 félög meS rúmlega 20 000 félagsmönnum. Voru
þetta umfangsmestu verkföll, sem orðiS hafa hér á
landi. Verkföllunum lauk að mestu 20. desember. Þó
var TrésmiSafélag Reykjavíkur i verkfalli fram yfir
„ramót. Ólafur Hansson.
íslenzk ljóðlist 1918—1944.
Skáld nýrra tíma. II.
Jóhannes úr Kötlum er Jónasson. Hann er fæddur
á GoddastöSum í Dölum árið 1899, en ólst upp í
Ljárskógaseli. Jóhannes lauk kennaraprófi 1921 og
var kennari til ársins 1933. Siðan hefur hann að
mestu helgað sig ritstörfum. Hann hefur haft all-
mikil afskipti af stjórnmálum, og árið 1940 sat hann
um hríð á þingi sem varaþingmaður Sósíalistaflokks-
ins. Jóhannes hefur oftar en einu sinni farið utan
til náms og hressingar.
Fyrsta ljóðabók Jóhannesar, Bi, bi og blaka, kom út
árið 1926, en siðan hafa frá honum komið 6 ljóða-
bækur. Þegar hann varð fimmtugur, ltom út heildar-
útgáfa af ljóðum hans. Jóhannes starfaði i mörg ár
sem ungmennafélagi og stóð framarlega í samtökum
ungmennafélaganna, og fyrstu tvær ljóðabækur hans
bera svip þess anda, sem rikti i þeim félagsskap.
Yfir þeim er rómantískur og þjóðlegur blær, og þær
vitna um ást höfundarins á fornum háttum. Þær
sýna og mikla rimleikni. En þær eru lítt sérstæðar að
efni og formi. Með Ég læt sem ég sofi, þriðju Ijóða-
(90)