Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Qupperneq 94
næmu fegurðarskyni, þegar hann hverfur til bernsk-
unnar í skauti íslenzkrar náttúru eða tjáir þjóð sinni
ást sína án tillits til strauma og stefna.
Sig'urðar Einarsson fæddist á ArngeirsstöSum í
FljótshlíS árið 1898. Hann varð stúdent 1922 og tók
próf í guðfræði 1926. Hann var í tvö ár prestur í
Flatey á Breiðafirði, en gegndi síðan i mörg ár
embættum í þágu fræðslumálanna og var um árabil
dósent í guðfræði við háskólann. Þá var hann og
lengi starfsmaður ríkisútvarpsins og naut mikilla vin-
sælda hlustenda, og um skeið átti hann sæti í út-
varpsráði. Nú er liann prestur í Holti undir Eyja-
fjöllum. Hann hefur tekið mikinn þátt í stjórnmálum
og var landskjörinn þingmaður Alþýðuflokksins 1934
—37. Sigurður hefur oft farið utan tit náms og
hvíldar.
Þegar Sigurður var í lærdómsdeild Menntaskólans,
þótti hann eitt efnilegasta skólaskáldið. Síðan mun
hann um hrið hafa lagt sltáldskapinn á hilluna, en
árið 1930 gaf hann út ljóðabókina Hamar og sigð,
og voru öll kvæðin ort á nokkrum mánuðum. Bók
þessi var ærið nýstárleg, því að svo má heita, að
hún sé frá upphafi til enda ort í anda róttækrar
jafnaðarstefnu. Sigurður hafði verið umbótamaður,
en nú hafði hann komizt á þá skoðun, að jafnaðar-
stefnan, svo sem hún var framkvæmd i Ráðstjórnar-
ríkjunum, fæli í sér úrlausn hinna þjóðfélagslegu
vandamála. Kvæðin í Hamri og sig'ð eru lipurt kveð-
in, en þau bera þess greinileg merki, hve fljótt þau
urðu til, því að allmjög skortir á persónulegan stíl
og mótun viðfangsefnanna. Nokkru eftir útkomu
þessarar bókar brast trú Sigurðar á hina rússnesku
forystu. Hann gerðist lýðræðisjafnaðarmaður og hafði
mörgu að sinna. Hann mun lítt hafa ort, og loks i
ár, eftir meira en 20 ára þögn, sendir hann frá sér
nýja tjóðabók. Hún lieitir Yndi unaðsstunda. Þar er
sjálfstjáningin meginatriði og allur annar svipur yfir
(92)