Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 95
ljóðunum en þeim, sem birtust i Hamri og sigð. Þessi
kvæði eru yfirleitt unnin af listrænni natni, og mörg
þeirra bera Ijós höfundareinkenni. Minnisstæðust
verða þau, þar sem skáldið minnist horfins yndis
eða skyggnist í rúnir ævi sinnar og tilverunnar af
hljóðlátri og tregaþungri alvöru. Kvæðið Lífstregans
gáta, sem er aðeins ein visa, er alltáknrænt urn þau
viðhorf, þá lífsreynslu og þann hugblæ, sem mótar
bókina:
„Lífstregans gáta leynist oss öllum í barmi,
löngun og ósk, sem nær dýpra en hyggja vor greinir.
Sál vor á meiri aðild i heimsins harmi
en heyrn vor og sýn af mannlegu böli reynir.
Og gleðin, sem brýzt i brumi furu og eikar
og beinir gróandi krónum þeirra að hæðum,
dul og myrlí i djúpum vors upphafs reikar.
— Dauðinn og lífið faðmast i vorum æðum.“
Halldór Kiljan Laxness er fæddur i Revkjavík árið
1902, en uppalinn i Laxnesi i Mosfellssveit. Hann fór
i lærdómsdeild Menntaskólans, en hætti námi eftir
einn vetur og hefur síðan stundað ritstörf. Frægastur
er hann fyrir skáldsögur sínar og hefur mjög komið
til orða, að hann hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels.
Halldór Laxness hefur verið maður mjög víðförull.
Kvæöakver eftir Laxness kom út 1930 og önnur út-
gáfa aukin 1949.
Laxness hefur eklti lagt mikla stund á ljóðagerð,
en auðsætt er af því, sem hann hefur ort, að hann
er gott og sérkennilegt Ijóðskáld. í leit hans að per-
sónulegu formi á æskuárunum og svo sem i and-
stöðu við ríkjandi stílhefð og hversdagsleg sjónar-
mið, kom margt andkannalegt og grófgert fram í stíl
hans, eins og hjá Þórbergi Þórðarsyni, og sitthvað
sagði Laxness lítt rökrænt. Var þetta mjög að hætti
erlendra expressjónista og annarra tilraunamanna á
sviði formsins, sem vildu túlka ný sjónarmið á sem
(93)