Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Side 96
mest áberandi hátt og heldur hneyksla en vekja ekki
athygli. Á þessu bar lengi vel enn meir í ljóSum
Laxness en í skáldskap hans í óbundnu máli, enda
sum ljóðin að likindum eins konar hálfkæringsfönd-
ur í tómstundum. En oftast glóir á Ijóðrænt gull í
kvæðum Laxness, og liann hefur ort nokkur ljóð,
sem eru sérkennilegur og listrænn skáldskapur.
Frumstæður einfaldleiki og hálistræn tækni mikillar
stíl- og málgáfu haldast i hendur i sumum Ijóðum
hans, einkum ástarkvæðunum og smákvæðum hans
um ísland og islenzka náttúru, og þó að þau séu sjálf-
stæður skáldskapur, kemur hvergi ljósar fram en i
þeim, hvað Laxness hefur lært af Stefáni Ólafssyni,
Jónasi Hallgrimssj'ni og íslenzlcum alþýðuskáldum.
Laxness er í enn rikara mæli en Þórbergur fyrir-
rennari hinna svonefndu atómskálda.
Vilhjálmur Guðmundsson frá Skáholti er fæddur í
Reykjavik árið 1910 og hefur dvalizt þar allan sinn
aldur. Hann er múrari að iðn.
Fyrstu ljóðabækur Vilhjálms, Næturljóð, 1931, og
Vort daglega brauð, 1935, sýndu það glöggt, að skáld-
ið skorti smekkvísi og kunnáttu, en sitthvað i síðari
bókinni bar blæ skáldlegs persónuleika. Það gat t. d.
vart átt sér stað, að maður, sem eklti væri skáld að
upplagi, gæti sagt setningar eins og þessar:
„Og úr þvi að þeir krossfestu þig, Kristur,
hvað gera þeir við ræfil eins og mig?“
Árið 1948 kom út eftir Vilhjálm ljóðabókin Sól og
menn, — og 1950 birtust 10 ný kvæði i þriðju út-
gáfu af bókinni Vort daglega brauð. Þessi kvæði og
sumt af ljóðunum í Sól og menn eru athyglisverður
skáldskapur, þó að smekkur skáldsins um val orða
og likinga sé enn allskeikull og rökvisi um hugsana-
sambönd stundum ábótavant. Þarna kemur fram reik-
ull, lifsþyrstur og breyskur maður, en um leið leit-
andi, sem stendur auðmjúkur og einlægur frammi
(94)