Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Qupperneq 97
fyrir vandamálum lífs síns og tilverunnar í heild.
Samhygð hans er slík með öllu, sem lifir, að i hvert
sinn sem sigðin sniður grein af meiði lifsins. finnst
honum eitthvað af sér ltvistað, og hann hefur gert
sér grein fyrir því, hvers virði mönnunum er draum-
urinn um að bæta heiminn — og um fram allt vilj-
inn til að gera þann draum að veruleika. En svo
hefur skáldinu sortnað fyrir augum, þegar hann hef-
ur svipazt um í veröldinni, að hann segir:
„Á illum gjörðum sinum þekkjast þeir,
sem þykjast geta frelsað heiminn."
Steinn Steinarr hét upphaflega Aðalsteinn Krist-
mundsson. Hann fæddist að Laugalandi i Skjaldfann-
ardal við ísafjarðardjúp árið 1908, en ólst upp í
Dölum. Steinn er ekki af efnuðu fólki kominn, og
honum var þeim mun örðugra um að brjóta sér braut
til skólanáms en öðrum af hans kynslóð, að hann
er líkamlega veill og gat litt beitt sér við erfiðisvinnu.
Hann fluttist á unglingsárunum til Reykjavikur og
hefur átt þar heima síðan. Steinn hefur nokkrum
sinnum farið utan og dvalið á Norðurlöndum og
viðar í Vestur-Evrópu. Árið 1935 kom út fyrsta ljóða-
bók hans, Rauðnr loginn brann, en síðan hafa komið
út eftir hann fjögur söfn nýrra ljóða, og 1949 100
kvæða úrval úr ljóðum hans.
Steinn var í fyrstu Ijóðabók sinni sannfærður
kommúnisti og kvað baráttuljóð, og sú hugsjón, að
kommúnisminn og forystumenn hans mundu færa
mannkyninu frið og farsæld, virðist vera sú eina,
sem noltkru sinni hafi fest rætur í hug og hjarta
þessa skálds. En gróðrartími hennar varð ekki langur
i hugarkynnum Steins. Þegar í LjóÖum, 1937, höfðu
efi og bölhyggja náð tökum á honum, enda hafði
mörgum sortnað fyrir augum sakir atburða, sem þá
höfðu gerzt og voru að gerast úti i veröldinni —
og vegna þeirrar miklu bliku, sem dregið hafði á
(95)