Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 98
Steinn Steinarr. Guðmundur Böðvarsson.
loft framtí'ðarinnar. Steinn er i íslenzkum bókmennt-
um hreinræktaðasti fulltrúi efans, bölmæðinnar og
um leið sjálfshyggjunnar. Hann flýr ekki á náðir
bernskuminninga og náttúrutilbeiðslu, en dregur jafn-
vel í efa, að minning, sem mildar stundina, sé annað
en blekking, og það er huggun hans ti! barnsins, að
lífið leggi þá líkn, að æskuvonin, þráin og ástin
týnist, því að um allt þetta standi hinni innstu vit-
und mannsins á sama. Sjálfsskoðun og sjálfspíning
er Steini ástríða og íþrótt, eins og meinlætamann-
inum. Hann er og flestum skarpskyggnari á veilur
á mönnum og málefnum og hefur oft skotið beittri
ör í mark. En skynjun hans er undra næm á fegurð
þessarar vondu veraldar, og þær mörgu fögru mynd-
ir, sem hann hefur brugðið upp í ljóðum sínum,
bcra þess ljóst vitni, að heimurinn liafi ekki eingöngu
otað að honum píningartækjum. I skáldskap Steins
er formið afar veigamikið atriði. Ekki er það þó svo
að skilja, að hann hafi leikið sér að dýru rimi. Hann
hefur ort mörg órímuð ljóð, og þau rimuðu eru
kveðin undir léttum bragarháttum. En um gerð ljóð-
anna og val orða, likinga og hugsanasambanda er
(96)