Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 99
hann vandfýsinn tilrauna- og kunnáttumaður. Hann
hefur ort ljóð, sem eru auðskilin og auðmetin, en í
öðrum hefur hann neytt mikið hins óvenjulega, tor-
gæta, andstæðukennda og jafnvel órökræna um fram-
setning tilfinninga og viðhorfa. Stundum misheppn-
ast honum tilraun sin um að ná með þessu móti
sterkum og sérstæðum áhrifum, en oft verða kvæðin,
þar sem þessi listtækni er viðhöfð, nýstárleg og
áhrifarík listræn smíð, formið i mjög nánu samræmi
við sérkennileg og oft andhælisleg viðhorf skálds-
ins. Með þessum kvæðum hefur Steinn haft meiri
áhrif en nokkurt annað hinna eldri skálda á sum
skáld og skáldefni hinnar yngstu leynslóðar, hve
frjó og blessunarrík sem þau áhrif kunna að reyn-
ast íslenzku menningariífi. En hvað sem þvi liður,
mun Steinn ávalit þykja merkilegur og sérstæður full-
trúi síns tíma á sviði islenzkra bókmennta, skáld
gætt mikilli listgáfu og djarfur kunnáttumaður.
Guðmundiir Böðvarsson fæddist á Kirkjubóli i
Hvitársiðu i Borgarfirði árið 1904, og þar hefur hann
búið alla sína ævi. Guðmundur hefur gefið út fjórar
jóðabækur. Sú fyrsta, Kyssti mig sól, kom út 1936.
Hún þótti þegar sýna, að þarna væri fram komið
efnilegt skáld og hugþekkt, og hinar siðari ljóða-
bækur Guðmundar, Hin hvítu skip, 1939, Álfar kvölds-
ins, 1941, og Undir óttunnar himni, 1944, hafa aukið
hróður lians sem skálds. 1 fyrstu bókunum voru
snjöll kvæði, og í flestum ljóðunum voru skáldlegar
myndir og yfir þeim sérstæður blær, en nokkuð
skorti á um heildargerð ýmissa af kvæðunum og
samþjöppun efnis og hugsvifa. Síðari bækurnar sýna,
að kunnátta og listræn festa skáldsins hefur aukizt,
og í Undir óttunnar himni ber lítt á þeim veilum,
sem draga úr áhrifum margra af ljóðunum í fyrri
bókunum. í þeirri bók og raunar líka Álfum kvölds-
ins eru jafnvel löng kvæði, sem eru sterlc og órofin
heild.
(97)
4