Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Side 100
Form Guðmundar er ekki ýkjasérkennilegt, en ekki
eru á því neinir þeir gallar, sem ekki gætu komið
fram í kvæðum skálds, er hefði notið skólafræðslu
og umgengizt daglega smekkvísa menn og fróða um
bókmenntir. Yfir kvæðum hans er heildarblær draum-
rænnar mýktar, djúprar og hljóðlátrar íhygli og
næmrar fegurðarskynjunar. Oft eru kvæði hans tákn-
ræn og þess vegna allvandgerð, þar eð samræma þarf
hið táknræna veruleikanum, og veldur þetta nokkru
um þá galla, sem einkum gætir í fyrri bókum Guð-
mundar. Guðmundur hefur valið sér allfjölbreytt
yrkisefni, og stundum eru þau svo langsótt, að skáld-
inu reynist örðugt að gæða þau persónulegum heild-
arblæ. Það, sem mest ber á í ljóðum hans, er tvennt,
ást hans á fegurð og gróanda og uggur hans gagnvart
öllu, sem ber boð um öfl eyðingar og dauða. Það er
því engin tilviljun, að kvæði hans, Bogmenn, um
leik fermingarbarnanna i kirkjugarðinum, er eitt
það fegursta, sem hann hefur ort — en þar mætast
þær tvær andstæður, sem oftast lyfta skáldgáfu hans
til flugs. Og þessi starfsmaður í riki gróðrarins i ís-
lenzkri sveit svipast um í veröldinni og gerir sér
grein fyrir því, að engum manni á þessu landi,
frekar en annars staðar, er það óviðkomandi, sem
gerist í umheiminum. Við hverfisteininn detta hon-
um í hug hjaðningavígin úti i hinni viðu veröld,
og 1943 segir hann:
„Þá brann þér í vitund, að jafnvel þín væri þörf,
já, þrátt fyrir allt, í því striði, sem mannkynið heyr,
þitt líf væri í veði, þín friðsömu staðbundnu störf
og stúlkan þín litla og drengirnir þinir tveir.“
í hópi skálda þessa tímabils er Guðmundur Böð-
varsson eitt hið jákvæðasta, án þess að hann þó loki
augunum fyrir þeim ógnum, sem eru í lofti, og þrátt
fyrir dreymni hans, er lieilbrigt skyn hans slikt, að
ætla má, að hann þekki hönd böðulsins, þá er hann
(98)