Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 103
Guðm. Ingi Kristjánsson. Jón Helgason.
um köllunina verkar engan veginn óskáldlega, heldur
varpar þvert á móti óvenjulegum ljóma heilbrigðrar
Hfsþrár og svo sem framtiðarbjarma yfir kvæðin.
GuSmundur hefur valið sér ýmis önnur yrkisefni en
þau, sem hér hefur verið á minnzt, en hvergi er hann
eins heill og styrkur i kvæðum sinum og þá er hann
kemur að bóndastarfinu, beint eða óbeint. Form
Guðmundar er ekki nýstárlegt, og nokkuð brestur
stundum á fágun i ijóðum hans og persónulega mótun
í stíl. En ekki mundi á allra færi að yrkja skáldlega
um sumt af því, sem hann hefur valið sér að yrkis-
efni, og er undarlegra, hve vel honum hefur tekizt,
heldur en hitt, hvers ávant kann að vera í ljóðum
lians.
Jón Helgason fæddist á Rauðsgili í Borgarfirði árið
1899. Hann varð stúdent 1916 og magister í norræn-
um fræðum frá Kaupmannahafnarháskóla 1923, en
dr. phil. tveimur árum siðar. Hann liefur verið pró-
fessor í forníslenzkri tungu og bókmenntum í Kaup-
mannahöfn síðan 1929 og er kunnur vísindamaður í
sinum fræðum og merkur visindalegur rithöfundur.
Hann hefur aðeins gefið út eina ljóðabók, tjr land-
(101)