Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 104
suðri. Hún kom út 1939, en hefur verið gefin út
öðru sinni og þá allbreytt. Skáldið hefur fellt burt
háð- og ádeilukvæði, en bætt við nýjum annars efnis
og eðlis.
Höfuðtónninn í kvæðum Jóns Helgasonar er ást
hans á íslandi og íslenzkum fræðum. Hann hefur litt
helgað sig ljóðlistinni, en samt sem áður er hann
mjög listrænt og sviphreint skáld. Kvæði hans eru
fáguð og svipur þeirra mjög samkvæmur yrkisefn-
unum. Það er ljúf viðkvæmni og dulinn söknuður
í smákvæðum þeim, sem hann hefur ort íslandi og
átthögum sínum, mikil og stoltaraleg reisn og tign
máls og hrynjandi i hinu stórbrotna og sérkenni-
lega kvæði Áfangar, miðaldalegur svipur á Máríu-
vísum — og þó yfir þeim persónulegur blær — og
tilfinningabundin bókvísi i kvæðunum 1 Árnasafni
og Til höfundar Hungurvöku.
Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum var fædd á Arn-
arvatni i Mývatnssveit árið 1899, en hún kenndi sig
við bæinn Hamra i Reykjadal, þar sem hún átti
heima sem barn, eftir fyrstu æviárin. Hún stundaði
hljómlistarnám og var á Húsavík kennari í hljómlist,
organleikari og söngstjóri. Hún átti við að búa lang-
varandi vanheilsu og fékk ekki notið sin sem skyldi.
Hún lézt árið 1946. Eftir Guðfinnu frá Hömrum komu
út tvær Ijóðabækur, Ljóð, 1941, og Ný tjóð, 1945.
Guðfinna orti yfirleitt undir háttum eldri skálda,
en i seinni bók sinni virðist hún gera sér meira far
um það en í hinni fyrri að velja hættina i samræmi
við anda og efni Ijóðsins. Kvæðin í seinni bókinni
eru og styrkari og samfelldari heildir, myndauðgin
meiri, það táknræna dýpra og áhrifameira og hiti
tilfinninganna eltki jafndulinn og i fyrri kvæðunum.
Fegurð — og þá umfram allt sú, sem er i nánum
tengslum við líf og gróður, var unaður Guðfinnu,
en allt, sem særði og deyddi, hvort sem það var
gaddavirinn um tún og engjar eða ægifagurt hafið,
(102)