Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 109
vel og sagði sitthvað á snjallan og persónulegan
hátt, og oft var auðfundið á vísum hennar og ljóðum,
að þau voru orðin til við elda mjög heitra tilfinninga.
Systurnar Herclís og Ólína Andrésdætur voru tvibur-
ar, fæddar í Flatey á Breiðafirði árið 1858. Þær
dvöldust á Vesturlandi lengst ævi sinnar, en allmörg
seinustu árin í Reykjavik. Ólína lézt 1935, en Herdis
fjórum árum síðar. Eftir að þær systur höfðu flutzt
til Reykjavikur, kom út eftir þær Ijóðabók, og var
hún prentuð oftar en einu sinni. Systurnar voru
báðar miklar fróðleikskonur á þjóðlega vísu. Þær
voru gáfaðar og hagmælskar og ortu margt lipurra
og vel kveðinna Ijóða, einkum þulur og ferskeytlur,
sem á var blær manndómslegrar og heilbrigðrar
skapgerðrar, mótaðrar í deiglu harðrar lifsreynslu.
Theódóra Thoroddsen fæddist á Kvennabrekku i
Dölum árið 1863. Hún giftist hinum þjóðkunna stjórn-
málamanni Skúla Thoroddsen. Theódóra hefur gefið
út Þulur, sem prentaðar hafa verið tveim sinnum.
Þulur hennar eru formfagrar og ljóðrænar og bera
vitni um mikið imyndunarafl. Þá hefur og skáld-
konunni tekizt vel að halda hinum forna blæ þul-
unnar.
Ferskeytlan. Þó að fæst þeirra skálda, sem ég hef
þegar fjallað um, hafi lagt mikla rækt við ferskeytl-
una, hefur fjöldi manna um land allt ort ferskeytlur
á þessu tímabili og aldrei verið prentað jafnmikið
af slíkum kveðskap. Af menntamönnum, sem iðkað
hafa list ferskeytlunnar, gat Andrés Björnsson sér
mestan orðstír og hylli. Hann var fæddur á Löngu-
mýri í Skagafirði árið 1883, varð stúdent 1905, stund-
aði háskólanám í norrænu og lögum í Kaupmanna-
höfn og Reykjavík, en hætti námi og fékkst við
þingskriftir, blaðamennsku og leiklist. Hann lézt 1916.
Ljóðabók eftir hann kom út 1943. Hann orti snotur
kvæði, en bezt lét honum tækifærisvísan, og eru vísur
hans svo lipurt kveðnar, að þær eru margar sem
(107)