Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 123
sér þar öllu betur en sumt, sem þar er upp rubbað
af lélegum þýðingum og uppkveðlingum, sem mikið
rúm fylla í þeirri bók. En þótt síra Björn væri
klerkur ágætur, trúmaður einlægur og mikilsmet-
inn kirkjuhöfðingi, átti hann það til að yrkja fleira
cn sálma. Síra Björn var mikill skapsmuna maður,
tilfinninganæmur og skapheitur, en gæddur ríkri
kimnigáfu. Mun hann og alloft hafa gripið til þess
að varpa frá sér ýmsu andstreymi með þvi að kveða
glettna stöku eða kíminn brag. Fátt er prentað a'f
þvílíkum kveðskap sira Björns, enda ekki til þess
ætlað, en sumt mun þó hafa flogið allvíða, og höfðu
magrir gaman af, en aðrir síður, eins og gengur.
Síra Björn var eldheitur ættjarðarvinur og mikill
fylgismaður Jóns Sigurðssonar. Líkaði *lionum illa
við þá menn, sem honum virtust deigir i sjálfstæð-
isbaráttunni, linir í fylgi við Jón eða jafnvel and-
stæðir honum. Meðal þeirra manna mun hann talið
liafa Grím Thomsen. Grímur kom fyrst á þing 18G9
til 1873. Á þessum árum var sem kunnugt er deilt
ákaflega um stjórnarskrármálið. Komst sú deila
einna hæst á árunum 1871—1873 með setningu stöðu-
laganna og eftirmálum, sem af því risu. Gerðist þá
ýmsum heitt í hamsi við ofríki dönsku stjórnar-
innar, og beindist sú andúð nokkuð að þeim mönn-
um innlendum, sem eigi þóttu sýna nógu mikla þjóð-
hollustu i þessum málum.
Haustið 1874 fóru fram alþingiskosningar, liinar
fyrstu samlcvæmt nýju stjórnarskránni. Um það
leyti munu vísur þær hafa komizt á gang, sem hér
fara á eftir. Síra Björn Iialldórsson taldi sjálfsagt,
að Grimur Thomsen myndi leita endurkosningar i
Rangárvallasýslu og þótti við eiga að gefa Rangæing-
um leiðbeiningu nokkra fyrir kosningarnar:
Rangæingar, heyrið hér:
Hættur að fer tími!
(121)