Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 126
En með það sama missi ég átt.a fljóð,
mjallahvít og ung og fríð og rjóð.
Sjálfsagt má ég selja gæðingana,
sjálfsagt hætta að drekka eins og svín;
en aldrei held ég uni vel þeim vana
að vanta kvenmann, hesta og brennivín.
fleldur vil ég hníga dauður nár
heldur en að vanta brennivín i ár.
Ég á Stjörnu, ég skal engu kvíða,
ég veit Stjarna ber mig þangað fljótt
sem mín glaðir, góðir vinir biða
og glösum klyngja lengi fram á nótt.
Kvenmenn, hestar, kýrnar gleymast þá
og kannske hún Stjarna, ef vel er sopið á.
Með hréfi til Tryggva 6. júní 1883 sendi Páll eft-
irfarandi stökur:
Brennivínslaus er bærinn ná sem stendur.
(Til vinar mins, Jóns Jónssonar i Bakkagerði, með
Einari Guðjohnsen.)
Burt er öll mín gleði gengin,
gremju hjartans læknar enginn,
ckki verður aftur fengin
orkan eða hreysti manns
—- út um sveitir ísalands.
Og nú eru að klippa á kvæðastrenginn
kaldar dauðans hendur —
og brennivinslaus er bærinn nú sem stendur.
Einar, sem ég allra manna
unni mest á landi fanna,
sult hefur mátt og kuldann kanna,
kverkar aldrei vætti ég hans
—• út um sveitir ísalands.
(124)