Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Side 129
Sauðfjárveikivarnir fyrir 100 árum.
Sumarið 1855 barst fjárkláði til landsins með
enskum lömbum, að talið var. Lömb þessi voru eign
prestsins í Hraungerði í Flóa, síra Sigurðar Thorar-
ensens. Þegar lömbin komu af skipsfjöl í Reykja-
vík, var maður fenginn til að flytja þau austur, en
sá kom þeim ekki lengra en í Miðdal. Þar voru þau
skilin eftir, víst í þeirri vön, að ótjálgun sú, sem í
þeim var, myndi hverfa, er þau hefði jafnað sig eflir
sjóvolkið. Hér varð samt önnur raun á, og þá þegar
um sumarið og haustið og þvi næst árið eftir, fór
kláðinn eins og logi yfir akur, allt austur á Rangár-
velli og upp í Borgarfjörð, og var um kennt smitun
frá lömbum þessum. Þótti ekki annað sýnna, en
kláðinn færi um allt landið og fjárstofn landsmanna
væri i beinum voða. Hófust nú miklar umræður um,
hversu þessu yrði afstýrt og kláðanum útrýmt. Rík-
isstjórnin og ýmsir með henni, t. d. Jón Sigurðsson,
lineigðust að lækningum, en fjöldi manna, þar á
meðal Norðlendingar, með amtmann sinn, J. P. Hav-
steen, í broddi fylgingar, vildu láta skera allt sjúkt
og grunað fé og eyða svo kláðanum. Gekk á ýmsu í
máli þessu áður lyki, með kláðavörzlu milli lands-
hluta, kláðaböðun og niðurskurði, sem o'f langt væri
að segja frá. Þess má geta, að baðlyf voru oft
torfengin og misjöfn að gæðum. Var þá stundum
reynt að bjargast við keytu og talið sæmilegt kláða-
bað.
Sveinn Þórarinsson, faðir Jóns Sveinssonar
(Nonna), var um þessar mundir skrifari Havsteens
amtmanns á Möðruvöllum. Sumarið 1857 fengu Þing-
eyingar heimsókn af landshornamanni nokkrum
sunnlenzkum, er Guðmundur hét og var kallaður
kíkir. Ýmsar sögur eru til um Gvend og verða hér
eigi raktar. Þá var hreppstjóri i Ljósavatnshreppi
Sigurður Guðnason á Ljósavatni, merkur maður og
(127)