Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Page 130
um hríð varaþingmaður. 27. júlí 1857 ritar Sveinn
Þórarinsson í dagbók sina:
— Sigurður á Ljósavatni kom hér um daginn íil
að minnast á Guðmund kíki, sem kominn er að sunn-
an í Þingeyjarsýslu og sem menn eru hræddir um,
að flytji með sér fjárkláðann. Amtmaður fyrirskip-
aði hlandþvott á Gvendi, að taka próf yfir honum
og að flytja hann hreppstjóra á millum suður aftur
(ÍB 260 8vo IV.). —- Fara má nærri um það, að úr-
skurður þessi og allt ferðalag Kíkis hafi vakið kát-
ínu nokkra meðal þeirra manna, er létu sér þykja
nóg um niðurskurðarákáfa amtmanns, og þættist
þeir varla vita, með hverjum undrum Kíkir slapp
úr heljargreipum þessum.
\e\: J Þ. J.
Efnisskrá.
Almanak (dagatal) Í954, eftir dr. Leif Ásgeirs-
son og dr. Trausta Einarsson (tvær myndir) 1— 24
William Gorgas og Panamaskurðurinn (mynd)
eftir Niels P. Dungal prófessor ......... 25— 38
Árbúk íslands 1952, eftir Óiaf Hansson mennta-
skólakennara ............................ 38— 90
íslenzk Ijóðlist 1918-1 'J'i'i. Skúld nýrra tíma II.
(10 myndir), eftir Guðmund G. Hagalín ... 90—110
Úr hagskýrslum íslands, eftir Klemens
Tryggvason hagstofustjóra ............... 111—120
Smælki, Þorkell Jóhannesson tók saman .... 120—128
(128)