Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 27
Alexander Pushkin.
Eitt af höfuðskáldum Evrópu, Rússinn Alexander
Pushkin, átti 150 ára afmæli sumarið 1949, fæddur
7. júni 1799. Hann varS skammlífur maður, en ævi
lians var frjósöm og full af rómantík og ævintýrum,
full af furðulegum sköpunarkrafti og sköpunar-
gleSi i skáldskap og spennandi þátttöku í glæsilegu
og glaumriku lífi. Iiann dvaldi í hástéttum og viS
hirS auðugs og fjölbreytts menningarlands, sem
jafnframt var þó ormsmogiS af spillingu og nautna-
sýki og af fátækt og kúgun í senn. ÖSrum þræSi
lifSi Pushkin svo lífi sinu i einveru og útlegS og á
barmi þess byltingarhugar, sem svall undir niSri í
þjóSfélagi hans, þó aS sjálfur væri hann ekki heinn
þátttakandi i slikum félagsskap. En samúð hans var
meS þeim öflum, sem vildu frelsi fólksins og rétt-
læti þjóSfélagsins. Hann var skáldmaSur meS skálda-
skap, ör og bljúgur i senn, áhlaupamaSur og ham-
hleypa til verka, þegar þvi var aS skipta, fenginn
fyrir kvennaást, örlátur og eySslusamur, sólginn i
líf og leik og i einveru og starf á víxl. Hann varð
höfuSskáld sinnar samtíðar í þjóSfélagi sínu, höfS-
ingi hinnar rómantísku stefnu í Rússlandi. Margir
Rússar telja hann mestan allra sinna skálda, meiri
en Gogol, Tolstoj og Dostojefski. Vinsældir hans
hafa verið miklar og alþýðuhylli hans ákafleg og
er svo enn. Vegna 150 ára afmælis hans er mælt, aS
rit hans hafi verið gefin út í ýmsum útgáfum, alls
11 milljónir eintaka. Þetta er ekki ný bóla, þvi að
fyrst, þegar verk hans urðu útgáfufrjáls á keisara-
tímanum, kepptust forleggjarar um að gefa hann út.
Þá kom t. d. úí ein tíu binda útgáfa af ritum hans í
hundruSum þúsunda og var seld á 3 rúblur öll
saman.
HöfuSrit Pushkins hafa veriS þýdd á fjölda tungu-
(25)