Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 28
mála, m. a. ofurlítið á íslenzku, því að ein saga hans
er til, kölluð Pétur og María, og fáein kvæði og smá-
sögur. En annars er liklega ekkert af stórskáldum
Evrópu eins lítið þeklct hér á landi og Pushkin, og
veldur þessari ófræði sjálfsagt hvort tveggja, fjar-
lægð hans frá okkur og að sumu leyti fjarlægð
yrkisefna hans og tungu, og svo það, að höfuðrit
hans eru í ljóðum. Það eru kvæði eða Ijóðsögur,
sem erfiðara er að jafnaði að flytja milli tungumála
en óbundið mál. Svo hafði smekkur manna um
langan tíma hneigzt burtu frá ljóðforminu sem frá-
sagnarstíl, bæði hér hjá okkur, eftir að rímurnar
fjaraði út, og í öðrum löndum. Frásögn óbundins
máls þótti bezt hæfa vaxandi raunsæi i skáldskap.
Nú má segja, að nokkuð séu menn aftur að hneigjast
að bundnu máli, einnig í sögustil og leikritum. Loks
er þess að geta, að fróðir menn segja, að mikill hluti
af fegurð og unaði Pushkins sé fólginn i máli hans
og kveðandi, sem er útlendingi meiri eða minni
leyndardómur, en löndum hans sifellt ný uppspretta
gleði og fjölbreytni, eins og kvæði Jónasar og Matthí-
asar eru okkur. Það er annars bezt að byrja á því að
reyna að setja Pushkin á sinn stað í sögunni, til
glöggvunar fyrir þá, sem eru honum ókunnir áður.
Hann er fæddur tíu árum eftir frönsku byltinguna,
tveimur árum seinna en Heine og Schubert, en er
jafnaldri Balzacs og 3—4 árum eldri en Victor
Hugo og 7—8 árum eldri en Jónas Hallgrimsson.
Staða Pushkins i heimalandi hans er áþekk stöðu
Jónasar hjá okkur, þó að ólíku sé annars saman
að jafna. Meðal rita, sem allir þekkja og út komu í
uppvexti Pushkins, eru t. d. Faust og ævintýri
Grimms-bræðranna og sumar sögur Walter Scotts.
Tegner byrjaði á Friðþjófssögu um sama leyti og
fyrstu verk Pushkins komu út, og svo sem tveimur
árum fyrr hafði Byron byrjað á Don Juan, en sú
stóra og iðandi ljóðsaga hafði áhrif á höfuðrit
(26)