Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 33

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 33
því að hann taldi sér það sjálfur ljóst, að stjórnar- störf og stjórnmálaerjur væru ekki við sitt skap. Hann var félagi í klúbbum skálda og menntamanna og stóð þar um tíma nærri dekabristunum, samsæris- mönnum desemberuppreisnarinnar, þó að ekki væri liann sjálfur í félagsskap þeirra. Hugur hans í slíkum málum kom m. a. fram i þróttmiklum óði til frelsisins og varð til þess að Pushkin var vísað burt úr allri dýrð höfuðstaðarins og fór til Suður-Rússlands i út- legð, líkt og Ovid forðum. Á þessum árum orti hann samt. mikið, lenti í ýmsum ástarævintýrum, en tók létt á þeim störfum, sem honum voru falin. Keis- arinn hafði mætur á sumum verkum Pushkins, þó að hann brygði fæti fyrir önnur, og hélt að vissu leyti yfir honum verndarhendi um skeið. Pushkin var af gamalli aðalsætt, en móðir hans var ættuð frá Abyssiníu, afi hennar var Etíopíumaðurinn Abra- ham Hannibal, sem var alinn upp við hirð Péturs mikla og komst þar til vegs og virðinga. Pushkin svipaði mjög i andlitsfalli í sitt austræna kyn og sjálfsagt eitthvað um skapferli líka. í einu kvæði sinu yrkir hann um ætt sína. Hánn segir, að félagar sínir, rithöfundarnir, hafi horn i síðu sinni og hrópi sig háði af því, að hann sé aðalsmaður og höfðingja- sinni. En hann segist vera sléttur og réttur borgari, að vísu af gamalli hermannaætt, en ekki af þeim uppsterta, nýja aðli fina fólksins, heldur af þeim gömlu ættum, sem þjónað hafi landi sínu í striði og friði og staðið við hlið keisara sinna kynslóð fram af kynslóð. Að vissu leyti var Pushkin lika ávallt keisarahollur þegn. En allt um það var hann höfðingjadjarfur maður. Sagan segir, að þegar keis- arinn kvaddi hann á sinn fund eftir dekabristaupp- reisnina misheppnuðu, en þá var Pushkin fjarri á góssi sínu uppi í sveit, spurði keisarinn: Hvort mundir þú hafa verið mín megin eða með þessum vinum þínum, ef þú hefðir verið hér? Með þeim, (31)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.