Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Side 66
Bjarnadóttir ekkjufrú, Siglufirði, f. 27. sept. ’68.
6. júní 1946 lézt Stefán Ólafsson, Siglufirði, f. 20.
júlí ’65. 17. des. 1947 lézt Þórunn Matthíasdóttir
fyrrv. húsfrú i Sviðugörðum, Gaulverjabæjarhreppi,
f. 18. okt. ’69.]
Náttúra Iandsins. Heklugosið hélt áfram fyrstu
mánuði ársins, en með minna afli en árið áður.
Siðast varð goss vart i fjallinu seint í april. Kol-
sýruuppstreymi í Hekluhrauni varð fé og fuglum
að bana. í jéini og júli fundust allsnarpir jarð-
skjálftakippir i Reykjavík og viðar á Suðvesturlandi.
3. júli voru snarpir jarðskjálftakippir í Landsveit,
Hreppum og Skeiðum. Ollu þeir sums staðar
skemmdum á útihúsum. — 1. febrúar geisaði fár-
viðri um mikinn hluta landsins og olli víða tjóni
á húsum, simalinum o. fl. Mest mun tjónið hafa
orðið i Eyjafjallasveit, Reykholtsdal og Hegranesi.
í febrúar kom hlaup í Skeiðará. 16. og 17. febrúar
ollu stórrigningar tjóni í Ólafsvik og Fróðársveit.
29. febrúar urðu allmiklar skemmdir í Hveragerði
sökum vaxtar i Varmá. Eyðilögðust þá brýr og gróð-
urhús. í marzbyrjun hljóp geysimikill vöxtur i
Hvitá, Tungufljót og fleiri ár í Árnessýslu. Þá sóp-
uðust á brott brýrnar á Svartá við Hvítárvatn og
Jökulfalli milli Hvítárvatns og Kerlingarfjalla. Þá
skemmdist og brúin á Hvítá hjá Brúarhlöðum.
Skemmdir urðu og talsverðar á Seifossi. Varð sumt
fólk þar að flýja ibúðir sínar og fara milli húsa i
bátum. Viða urðu skemmdir á vegum í Árnessýslu
og einnig á gripahúsum og hlöðum, einkum á Skeið-
um. Um þetta levti urðu talsverðar skemmdir á
brúm og vegum undir Eyjafjöllum, og vöxtur hljóp
í Hvítá og Norðurá i Borgarfirði. Um sömu mundir
kom hlaup i Skjálfandafljót, sem olli talsverðum
spjöllum á brúm og vegum. 12. sept. olli ofviðri
skemmdum á hafnarmannvirkjum allviða á Norð-
urlandi. 2. okt. voru stórrigningar víða um Norð-
(64)