Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Síða 84
heim sanninn um, að það borgar sig að fylgja reglu
Galileis og láta náttúruna sjálfa skera úr vandamál-
unum, í stað þess að treysta eingöngu á eigin vits-
muni.
í byrjun voru atómvísindin nátengd efnafræð-
inni. Það var enski efnafræðingurinn John Dalton,
sem fyrstur leiddi rök að því, að öll efni mundu vera
byggð upp úr atómum. Þessa kenningu bvggði hann
á mælingum, sem hann hafði gert á efnasamböndum
og efnabreytingum, en við það hafði hann fundið,
að í einu og sama efnasambandi eru þungahlut-
föllin milli þeirra frumefna, sem mynda efnasam-
bandið, alltaf hin sömu. Einnig fann hann, að ef
ákveðið magn af einu frumefni myndar mismun-
andi efnasambönd með öðru frumefni, þá standa
þungar þess siðarnefnda, sem finnast i hinum mis-
munandi efnasamböndum, ávallt í einföldum hlut-
föllum sín á milli. í vatni eru t. d. ávallt 2 g af vetni
bundin við 16 g af súrefni, en einnig er til annað
samband af vetni og súrefni, þar sem 1 g af vetni
er bundið við 16 g af súrefni.
Þetta skýrði Dalton með þvi að hugsa sér, að öll
efni væru byggð upp úr óbreytanlegum atómum.
Atóm hvers frumefnis væru öll eins, en atóm mis-
munandi frumefna væru mismunandi þung. Efna-
samböndin eru blanda af atómum þeirra frumefna,
sem þau innihalda, en hin ákveðnu og einföldu hlut-
föll koma fram við, að tiltölulega fá atóm bindast
saman i lieild, sem við köllurn mólekúl. Þannig má
t. d. hugsa sér, að í vatni sé 1 atóm af vetni bundið
við eitt atóni af súrefni, og ætti þá atómþungi súr-
efnisins að vera áttfaldur atómþungi vetnisins, eða
að tvö vetnisatóm væru bundin einu súrefnisatómi,
en þá væri atómþungi súrefnis 16-faldur atómþungi
vetnis. Hitt efnasambandið af vetni og súrefni, sem
minnzt var á, gæti þá annaðhvort verið eitt atóm af
vetni bundið við tvö af súrefni, eða eitt atóm
(82)