Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 92
á einlægu iði og staðnæmdust aldrei. Það lá nærri
að ætla, að þetta væru einhverjar lífshreyfingar hjá
frjókornunum, en það var útilokað með því að at-
huga smáagnir úr ýmsum dauðum efnum, svo sem
málmdust, en þær höguðu sér á nákvæmlega sama
hátt eins og frjókornin, ef þær aðeins voru nógu
smáar, um eða undir einum þúsundasta úr milli-
metra. Það var heldur ekkert sérstakt við vatnið,
sem framkallaði þessar hreyfingar. Þeirra varð vart
í hvaða vökva sein var. Orsölt hreyfinga þessara var
lengi vel óráðin gáta. Þær sýndu greinilega, að efnið
var ekki eins dautt og menn höfðu ætlað og að í
vökva, sem látinn hafði verið standa lengi í lokuðu
glasi, án utanaðkomandi áhrifa, var þó um einhverja
hreyfingu að ræða. Það, sem mestum undrum sætti,
var, að hreyfingar agnanna héldu stöðugt áfram, án
sýnilegra orsaka. Ef einhver hlutur hreyfir sig í
vökva, þá eigum við því að venjast, að núningsmót-
staða vökvans stöðvi hreyfinguna smám saman, ef
enginn kraftur er til þess að halda henni við, en hér
var um hreyfingu að ræða, sem aldrei stöðvaðist.
Þegar atómkenningin hafði hlotið almenna viður-
kenningu, lá skýring þessa fyrirbrigðis beint við.
Það eru mólekúl vökvans, sem á hreyfingu sinni rek-
ast á agnirnar og halda þeim á óreglulegri hreyfingu
fram og aftur. Hreyfingar þessara agna, sem eru
sjáanlegar í smásjá, endurspegla því hreyfingu
vökva-mólekúlanna, sem sjálf eru of smá til þess að
sjást. Athuganir á slikum ögnum gerðu Frakkanum
Perrin það kleift að reikna út stærð og þunga ein-
stakra mólekúla, en áður höfðu þessar stærðir verið
reiknaðar út af Þjóðverjanum Loschmidt í sambandi
við núningsmótstöðu í lofttegundum.
Niðurstöðunum bar eins vel saman og hægt var
að vænta, og þær gáfu til kynna, að stærð atómanna
væri um einn hundrað milljónasti hluti úr senti-
metra, og að þungi vetnisatómanna væri aðeins einn
(90)