Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 96

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 96
Samkvæmt öllu, sem þekkt var um hegðun elektrónanna, og hlaðinna hluta yfirleitt, þá áttu þær ekki að geta snúizt um kjarnann, án þess að senda stöðugt frá sér orku sem rafsegul- eða ljósbylgjur, en við það mundu elektrónurnar færast nær og nær kjarnanum, þangað til þær að síðustu væru ailar komnar inn í kjarnann og stærð atóms- ins væri á borð við stærð kjarnans. Atómmynd Rutherfords var því í mótsögn við hin almennt við- urkenndu náttúrulögmál, en á hinn bóginn^virtist hún vera rökrétt afleiðing af rannsóknum hans. í bili virtist svo sem atómvísindin væru hér komin i sjálfheldu, en þess var þó ekki langt að biða, að úr þvi rættist. Einn af lærisveinum Rutherfords, Dan- inn Niels Bohr, varð fyrstur til þess að kveða upp úr með þá skoðun, að hér hlyti að vera um það að ræða, að elektrónurnar i atómunum höguðu sér ekki samkvæmt hinum vel þekktu hreyfingarlög- málum, sem höfðu unnið sér aukið traust manna allt frá dögum Newtons og voru á þessum tíma skoðuð sem allt að því óyggjandi sannindi. Orku- geislunin frá elektrónunum gat heldur ekki fylgt þeim lögmálum, sem fundin höfðu verið fyrir stærri hluti. Orkugeislun elektrónanna er ljósbylgjur. Sam- kvæmt þeirra tima hugmyndum hlaut sveiflu- tíðni bylgjunnar að vera jöfn tíðninni í hreyfingu elektrónunnar í atóminu, en hún hlaut að breytast við útgeislunina, svo að vænta mátti, að ljósið, sem atómin sendu frá sér, hefði mjög breytilega tíðni og væri samsett xir öllum mögulegum litum. Mæl- ingar höfðu þó sýnt, að þetta er ekki svo. Það er langt frá því, að ljósið, sem atómin senda frá sér, hafi alla mögulega liti, heldur er þar aðeins um nokkrar fastákveðnar tíðnir eða bylgjulengdir að ræða. Með ályktun sinni virtist Bohr hafa kippt fótun- (94)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.