Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Síða 96
Samkvæmt öllu, sem þekkt var um hegðun
elektrónanna, og hlaðinna hluta yfirleitt, þá
áttu þær ekki að geta snúizt um kjarnann, án þess
að senda stöðugt frá sér orku sem rafsegul- eða
ljósbylgjur, en við það mundu elektrónurnar færast
nær og nær kjarnanum, þangað til þær að síðustu
væru ailar komnar inn í kjarnann og stærð atóms-
ins væri á borð við stærð kjarnans. Atómmynd
Rutherfords var því í mótsögn við hin almennt við-
urkenndu náttúrulögmál, en á hinn bóginn^virtist
hún vera rökrétt afleiðing af rannsóknum hans. í
bili virtist svo sem atómvísindin væru hér komin i
sjálfheldu, en þess var þó ekki langt að biða, að úr
þvi rættist. Einn af lærisveinum Rutherfords, Dan-
inn Niels Bohr, varð fyrstur til þess að kveða upp
úr með þá skoðun, að hér hlyti að vera um það að
ræða, að elektrónurnar i atómunum höguðu sér
ekki samkvæmt hinum vel þekktu hreyfingarlög-
málum, sem höfðu unnið sér aukið traust manna
allt frá dögum Newtons og voru á þessum tíma
skoðuð sem allt að því óyggjandi sannindi. Orku-
geislunin frá elektrónunum gat heldur ekki fylgt
þeim lögmálum, sem fundin höfðu verið fyrir stærri
hluti.
Orkugeislun elektrónanna er ljósbylgjur. Sam-
kvæmt þeirra tima hugmyndum hlaut sveiflu-
tíðni bylgjunnar að vera jöfn tíðninni í hreyfingu
elektrónunnar í atóminu, en hún hlaut að breytast
við útgeislunina, svo að vænta mátti, að ljósið, sem
atómin sendu frá sér, hefði mjög breytilega tíðni
og væri samsett xir öllum mögulegum litum. Mæl-
ingar höfðu þó sýnt, að þetta er ekki svo. Það er
langt frá því, að ljósið, sem atómin senda frá sér,
hafi alla mögulega liti, heldur er þar aðeins um
nokkrar fastákveðnar tíðnir eða bylgjulengdir að
ræða.
Með ályktun sinni virtist Bohr hafa kippt fótun-
(94)