Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Síða 102
fjölgun, sem nú á sér stað í heiminum, er fyrirsjáan-
iegt, að innan langs tíma verður fólkið orðið svo
margt, að matvælin nægja ekki. Ef einstök atriði
kolsýruvinnslunnar væru skilin að fullu, er vel hugs-
anlegt, að hægt væri að finna leiðir, sem nýttu sól-
arljósið margfalt betur en jurtirnar gera, og marg-
falda þannig afköstin og þar með matvælafram-
leiðsluna. Enn verður eklci sagt um, hvort hinar
eðlisfræðilegu aðferðir reynast einhlitar i lífeðlis-
fræðinni, en hún hefur nú að minnsta kosti fengið
trausta undirstöðu, sem ekki varð án verið, en
það er þekkingin á hegðun hins dauða efnis.
Það blandast vist engum hugur um, að þekkingin
ein á lögmálum náttúrunnar og vald á náttúrtiöfl-
unum nægir ekki til þess að tryggja velferð mann-
kynsins. Þar til kemur einnig annar enn veigameiri
þáttur, en það er hin andlega hlið málsins. Á and-
lega sviðinu hefur ekki orðið tilsvarandi hröð þró-
un eins og á þvi efnislega, en án andlegrar þróunar,
eða ef hin andlega þróun gengur ekki i rétta átt,
þá er vafasamt, að hve miklu haldi kemur þekking
okkar á efnisheiminum. Enn sem komið er stöndum
við þó mjög ráðþrota gagnvart þessu atriði. Þekk-
ing okkar á starfi hugans, þessa tækis, sem við verð-
um að nota við allar okkar rannsóknir á umheimin-
um, er mjög lítil. Okkur grunar, að hér sé ákaflega
mikilvægt rannsóknarefni fyrir vísindi framtiðar-
innar, en enn þá þekkjum við engar starfsaðferðir,
sem arðvænlegar megi reynast, né héldur undir-
stöðu, sem við getum byggt á.
Þorbjörn Sigurgeirsson.
(100)