Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 112

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Page 112
Smælki. — Árni Böðvarsson á Ökrum á Mýrum (1713— 1777) var mesta og kunnasta rímnaskáld hér á landi á 18. öld. Hann var i miklu vinfengi við Jón Árnason, sýslumann á Ingjaldshóli (1727—1777), er var höfðingi mikill, auðugur og örlátur, og kunni vel að meta kveðskap Árna. Voru þeir báðir nokkuð drykkfelldir, sem naumast þótti tiltökumál á þeim tíma, og munu kvæðislaun Árna stundum hafa greidd verið í þeim varningi, ölföngum, er honum þótti sér bezt henta. Að þessu víkur Sigurður skáld Pétursson í Stellurimum, 8. mansöng 4. erindi, á þessa leið: Ingjaldshóls ei kýs eg kút sem kenndur Böðvars arfi; minn ei sníkir matinn út Möndólfs hlaðinn karfi. Frá útgefanda rita Sigurðar, Árna stiftsprófasti Helgasyni, fylgir svofelld skýring erindi þessu: „Árni skáld Böðvarsson gjörði sig að skáldi sýslu- manns Jóns; gjörði hann því til hans flesta sina mansöngva og flutti honum rímur sínar á hverri hátið; sat hann þvi þar jafnan um jólin, var leystur út með gjöfum og reiddi þaðan jafnaðarlegast brennivínskút i skáldalaun.“ Árni Böðvarsson var af góðu fólki kominn. Faðir hans, Böðvar stúdent Pálsson, og Árni Magnússon voru systkinasynir, og bar Árni Böðvarsson nafn frænda síns. Hann lauk stúdentsprófi í Hólaskóla 1732, en aldrei leitaði hann sér prestsembættis, fremur en Böðvar faðir hans, og var jafnan bóndi, lengst á Ökrum. Eigi mun hann þó hafa verið mikill búforkur. í Lbs. 139 8vo hcfur Steingrímur biskup Jónsson ritað smáklausu um Árna á þessa leið: (110)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.