Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Síða 112
Smælki.
— Árni Böðvarsson á Ökrum á Mýrum (1713—
1777) var mesta og kunnasta rímnaskáld hér á
landi á 18. öld. Hann var i miklu vinfengi við Jón
Árnason, sýslumann á Ingjaldshóli (1727—1777), er
var höfðingi mikill, auðugur og örlátur, og kunni
vel að meta kveðskap Árna. Voru þeir báðir nokkuð
drykkfelldir, sem naumast þótti tiltökumál á þeim
tíma, og munu kvæðislaun Árna stundum hafa
greidd verið í þeim varningi, ölföngum, er honum
þótti sér bezt henta. Að þessu víkur Sigurður skáld
Pétursson í Stellurimum, 8. mansöng 4. erindi, á
þessa leið:
Ingjaldshóls ei kýs eg kút
sem kenndur Böðvars arfi;
minn ei sníkir matinn út
Möndólfs hlaðinn karfi.
Frá útgefanda rita Sigurðar, Árna stiftsprófasti
Helgasyni, fylgir svofelld skýring erindi þessu:
„Árni skáld Böðvarsson gjörði sig að skáldi sýslu-
manns Jóns; gjörði hann því til hans flesta sina
mansöngva og flutti honum rímur sínar á hverri
hátið; sat hann þvi þar jafnan um jólin, var leystur
út með gjöfum og reiddi þaðan jafnaðarlegast
brennivínskút i skáldalaun.“
Árni Böðvarsson var af góðu fólki kominn. Faðir
hans, Böðvar stúdent Pálsson, og Árni Magnússon
voru systkinasynir, og bar Árni Böðvarsson nafn
frænda síns. Hann lauk stúdentsprófi í Hólaskóla
1732, en aldrei leitaði hann sér prestsembættis,
fremur en Böðvar faðir hans, og var jafnan bóndi,
lengst á Ökrum. Eigi mun hann þó hafa verið mikill
búforkur. í Lbs. 139 8vo hcfur Steingrímur biskup
Jónsson ritað smáklausu um Árna á þessa leið:
(110)