Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Qupperneq 32
g'irnishvöt til að reyna að feta í fótspor Jesú, hvöt,
sem Schweitzer skorti með öllu. Sennilega hefur
viðleitni þeirra til að breyta eftir Jesú líka stafað af
því, að þeir hafi fundið hjá sér skyldleika við lund-
erni hans, en um Schweitzer er það alveg vist, að
ekkert annað en sá skyldleiki hefur getað valdið aðdá-
un hans á Jesú og viðleitni til að feta í fótspor hans.
Og' svo fór Schweitzer að læra læknisfræði, þegar
hann stóð á þrítugu (1905). Þrátt fyrir það, þótt hann
héldi enn áfram nokkurri kennslu við háskólann í
Strassborg og legði engan veginn hljómlistina á hill-
una, tók hann læknisfræðipróf eftir 6 ár (1911). Árið
eftir (1912) kvæntist hann Helenu Brcslau, dóttur
háskólakennara í Strassborg, og tók hún þegar að
leggja stund á hjúkrunarfræði til að búa sig undir að
aðstoða mann sinn. í ársbyrjun 1913 varði hann dokt-
orsritgerð í læknisfræði og hlaut þriðju doktorsnafn-
bótina fyrir hana. Sama vorið, um páskaleytið, lögðu
þau lijónin af stað til Afríku.
Förinni var heitið til nýlendu Frakka i Kóngó, til
trúboðsstöðvar mótmælenda i Lambarene við Ogove-
fljótið. Hafði trúboðsfélagið lofað að iáta liann fá
þar hús, sem það þurfti ekki að nota, og gefið leyfi
til að láta reisa spítala á lóð sinni þar. En ltostnað-
inn við ferðina, dvöl sína þarna, lyf og umbúðir og
við að reisa spítalann varð Schweitzer að greiða úr
sínum vasa. Varði hann til þess fé þvi, er honum hafði
áskotnazt á tónleikaferðum, og hagriaði sínum af sölu
bókarinnar um J. S. Bach, svo og gjafafé, er vinir
hans í Elsass, Þýzkalandi og Sviss söfnuðu handa
honum. Trúboðsfélagið og hann voru því i sambýli,
og studdi hvort annað. „En i eðli sínu var starf mitt
alþjóðlegt og óháð trúarjátningum,“ ritar Schweitzer
í frásögn sinni um þetta. „Ég leit svo á, og geri enn,
að mannúðarverk beri að vinna aðeins vegna mann-
anna sjálfra, án alls tillits til þjóðernis eða trúar-
bragða.“
(30)