Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 93
en hann hafði fordómalausa og heilbrigða skoðun
á mönnunum og veilum þeirra — og aldrei hefur
komið greinilegar i ljós blessun sú, er fylgir sam-
félagi við andleg stórmenni, liðins eða liðandi tima,
en i þýðingum hans. Bezt gerum við okkur grein
fyrir henni með samanburði á formi og yfirbragði
frumortra kvæða séra Jóns, þótt margt sé þar af
anda og margt snjallt, og þeirri furðulegu fágun og
snilli, sem einkennir beztu þýðingarnar. Þá varð
þeim Bjarna og Jónasi engan veginn hált á hinum
örvandi rómantísku áhrifum, sem þeir urðu fyrir.
Hvar getur dýpra og sannara raunsæi en í hinum
mestu mannvitskvæðum Bjarna — og hvar hefur
Jónas sig i rómantískar hæðir, svo að hann gæti
ekki þeirrar tignu hófstiBingar, er láti hann ávallt
njóta til fulls listfengis síns og smekkvísi —- hinnar
undursamlegu getu til að fella þannig hvarvetna
form að efni, hvaðan sem hvoru tveggja er viðað
að, að úr verði hið æskilegasta og yndislegasta list-
rænt samræmi? Helzt mætti segja, að öfga gætti í
ritgerð Jónasar um rímurnar. Þó felast þær öfgar
ekki i aðfinningum hans, sem voru þarfar og rétt-
mætar, heldur i því, hvað hann lætur ósagt, þar
sem hann gerir ekki grein fyrir hinu mikla menn-
ingarlega hlutverki rímnanna og bendir ekki á, hve
merkilegar þær eru sem sérstæð íslenzk skáldskap-
argrein. En íslenzk skynsemd og hófsemi rataði réttu
leiðina. íslendingar létu sér að kenningu verða að-
finningar Jónasar, að svo miklu leyti sem smekkvísi
þeirra hvers um sig leyfði, en héldu uppi heiðri
bragarháttanna, sem í rímunum eru notaðir og hafa
gætt þær hinni mestu fjölbreytni. Islendingar hafa
og siðar viðurkennt til fulls, hvað þjóðin á rímunum
að þakka — og loks einnig hitt, hve eftirtektarverðar
þær eru sem séríslenzkt skáldskaparform. Það er
svo eins og í þvi liggi einhver glettni forsjónarinnar
og um leið bending til öfgafullra tízkupostula á.sviði
(91)