Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Side 110
Hvað varðaði svo séra Matthías um kreddur og
kennisetningar þær, sem kirkjur og trúarflokkar deila
um? Líftaug hans var tengd almættinu, hinum skáp-
andi og græðandi mætti tilverunnar, „föður and-
anna, frelsi landanna, likn i lýðanna striði“. Og
hvað svo um mannasetningar, hvað svo um þá, sem
sáu eltki sólina fyrir móðu þeirrar reiði, er greip
þá i deilunum um það, hvort sólin hefði staðið kyrr
á dögum Jósúa eða hvort myrkvinn, er menn sáu
eftir dauða Jesú á krossinum, hefði verið venjulegur
sólmyrkvi eða hvort liann hefði verið af drottni til-
búinn i skyndi til þess að sýna reiði hans og lýsa
fordæmingu yfir Gyðingum? Allir sálmar séra Matt-
híasar vitna um hið innilega og milligöngulausa sam-
band hans við sjálft hið skapandi og líknandi al-
mætti, og eru sem frjódögg fyrir þyrsta og þjáða
mannssál. Það er sem þeir sveipi burt i vetfangi þvi
leyndardómsins dimma skýi, sem Bólu-Hjálmari, ef
til vill fyrir kirkjuleg áhrif i æsku hans, fannst drott-
inn hylja sig í. Svo var það líka þannig, að islenzkir
kirkjuhöfðingjar liöfðu um hrið ímugust á sálmum
séra Matthíasar, sem mér þó virðast jafnast á við and-
legan kveðskap séra Hallgríms Péturssonar. Það er
ekki vandi að benda á i ljóðum séra Matthíasar þær
veilur, sem nægja mundu flestum öðrum til falls
og fordæmingar. Hann hafði það til að láta skálda-
fákinn niðlötra -—• eða skokka á hinum óskemmti-
legasta gangi jafnt hlemmigötur sem fjártroðninga
og fenjamýrar, — hefur þá að líkindum verið í eins
konar dosi eftir þeysireið um hauður og háloft.
Séra Matthías orti stundum skelþunn kvæði, hann
lét sig hafa það að nota orð, er verkuðu sem inni-
haldslaust glamur — og ærið oft kom það fyrir, að
bláþræðir voru á kvæðum, sem ella voru góður skáld-
skapur. En rimsnillin brást honum sjaldan, og þau
ljóð hans eru ekki mörg, þar sem ekki bregði fyrir
einhverju þvi, sem á það minni, hver þar hefur verið
(108)