Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Síða 25
upp á austurloptiO og kúlmínerar á háloptinu. Hún gengur til vinstri eða
hægri, eftir því hvort maður snýr sér til norðurs eða suðurs. Vaxandi tungl
á fyrsta kvartili er þar líkt og bátur í lðgun. Það er dálítið á eftir sólunni,
og sést aðeins á vesturloptinu, þegar sólin er gengin undir. Hornin snúa þá
hæði upp. Eins gera þau á minnkandi tungli á síðasta kvartili. Það er aðeins
á lopti síðari part nætur á austurloptinu, en hverfur sjónum, þegar sólin
kemur upp.
Samkvæmt lögum um ákvörðun tímans 16. nóv. 1907, skal hvarvetna i
Islandi telja tímann eftir miðtíma á 16. lengdarstigi fyrir vestan Greenwich.
t almanaki þessu eru þirí allar stundir taldar eftir þessum svonefnda íflenzka
Biiðtíma, 27 minútum 43,2 sekúndum á undan miðtíma Reykjavíkur.
í þessu almanaki er tími alls staðar reiknaður í klukkustundum og mín-
útum frá síðast liðnu miðnætti. Sólarhringurinn byrjar á miðnætti (0 00) og
endar á næsta miðnætti (24 00). Miðnætti milli 15. og 16. ágúst verður þá
annaðhvort 15. ágúst 24 00, eða 16. ágúst 0 00. Sú stund sólarhríngs, sem áður
var kölluð kl. 12 35 f. m., heitir nú aðeins 0 35, en sú stund, sem áður var
kölluð kl. 5 13 e. m., heitir nú 17 13.
Með lögum nr. 8, 16. febr. 1917, er ríkisstjórninni heimilað aö flýta klukk-
unni, ef það þykir henta (>sumartími«), og veröur, ef það er gert, að sjálfsðgðu
■ð taka tillit til þess við notkun almanaksins.
Bókaútgáfa
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
gerir hverju heimili fært að eignastsafn valinnabóka.
Athugið! fengið
Nýir félagsmenn geta enn
allmikið af eldri fé-
lagsbókum við hinu upprunalega lága verði, alls
um 45 bækur fyrir 190 kr. Af sumum þessara
bóka eru þó aðeins örfá eintök eftir.
Frestið því ekki að gerast félagar!
(23)