Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Blaðsíða 81
urríkis, Frakklands, Póllands, Sviss o. fl. landa. ís-
fiskurinn var allur seldur til Bretlands og Þýzkalands.
Aðrar mikilvægar útflutningsvörur voru saltfiskur
(mest til Ítalíu, Grikklands, Portúgals og Bretlands),
saltsíld (til Finnlands, Danmerkur, Bandarikjanna,
Póllands og Sviþjóðar), lýsi (mest til Bandarikjanna
og Þýzkalands), síldarolía (langmest til Bretlands, en
nokkuð til Póllands og Tékkóslóvakíu), fiskmjöl (til
Hollands, Tékkóslóvakiu og' Palestinu), hvallýsi (mest
til Bretlands, en nokkuð til Hollands og Danmerkur),
söltuð hrogn (til SviþjóSar og Frakklands), ull og lopi
(til Danmerkur, Þýzkalands, Ungverjalands og Sví-
þjóðar), gærur (aðallega til Póllands), niðursoðinn
fiskur (til Bandarikjanna, Bretl. og Tékkóslóvakiu),
garnir (til Danmerkur), hvalmjöl (til Palestínu og
Tékkóslóvakiu), skinn (til Danmerkur, Þýzkalands,
SvíþjóSar o. fl. landa) og síldarmjöl (til Hollands,
Palestínu og Bandarikjanna).
íslendingar fengu á árinu talsverð framlög sam-
kvæmt áætlun Marshalls. Ríkisstjórnin tók 33 millj.
kr. lán í Bretlandi til kaupa á 10 nýjtim togurum.
Hinn 18. sept. var sterlingspund fellt um 30%. Hinn
19. sept. var ákveðið að miða gengi ísl. krónunnar
við sterlingspund. Hélzt gengi hennar gagnvart pundi
óbreytt (1 pund = 26.22 kr.), en sölugengi dollars
hækkaði úr 6.505 í 9.365 kr. Vísitala framfærslukostn-
aðar var i árslok 340 (326 i árslok 1948). Margar vöru-
tegundir voru skammtaðar allt árið. Skömmtun á kaffi,
kornvörum og benzíni var þó hætt í júnibyrjun.
[Ýmsar af tölunum um búnað, útveg og verzlun eru
bráSabirgðatölur, er kunna að breytast lítið eitt, þeg-
ar endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.]
Vinnumarkaður. Yfirleitt var nóg atvinna allt árið.
Þó dró nokkuð úr eftirspurn á vinriuafli i sumum
greinum, t. d. byggingarvinnu. Nokkurs atvinnuleysis
varð vart síðast á árinu i sumum kauptúnum og kaup-
stöðum, einkum á Siglufirði. Talsvert atvinnuleysi var
(79)