Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 128
Ríkisskuldir (i árslok) 1947 1948
Innlendar fastaskuldir ... . þús. kr. 67 798 75 517
Erlendar — . — — 17 210 30 598
Lausaskuldir . — — 93 262 145 309
Geymt fé . — - 20 018 20 241
Samtals þús. kr. 198 288 271 665
Ath. Sumssta^lar eru tölurnar síðara árið ekki alveg
lokatölur og geta þvi breylzt eitthvað enn.
Samtíningur.
Mikill matur, Kolbeinn.
Á Austurlandi var sums staðar að orðtaki haft:
Þetta er lika mikill matur, Kolbeinn. Orðtak þetta
var þannig til komið sem nú skal frá sagt.
Þegar Hjörleifur Þórðarson (pr. á Desjarmýri 1790
—1800 og á Hjaltastað 1800—1827) var á Hjaltastað,
var þar i sókninni bóndi að nafni Kolbeinn, seinna
almennt kallaður Blindi-Kolbeinn. Hjörleifur prestur
var góður búmaður og efnaður vel, en þótti nokkuð
féglöggur. Kolbeinn bóndi var talinn sinkur og smá-
látur í viðskiptum. Eitt sinn um vortima keypti Kol-
beinn kjöt af presti, og skyldi andvirðið vera ær
framgengin, það er að segja lembd og loðin, í fardög-
um. Þegar prestur hafði vegið kjötið i viðurvist Kol-
beins og að honum ásjáandi, varð bónda að orði:
„Og kostar nú þetta á?“ Prestur svaraði og benti á
kjöthrúguna: „Já, en þetta er líka mikill matur, Kol-
beinn.“
Skárri er það erkibiskupinn.
Einar Hjörleifsson prests Þorsteinssonar á Hjalta-
stað var fyrst prestur að Dvergasteini en þvi næst
í Vallanesi. Þá var bóndi sá í Mjóanesseli, er Sveinn
hét og var Vigfússon. Hann átti son þann, er Sigurður
hét, og gekk hann á sínum tima ásamt öðrum börn-
(126)