Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1951, Page 117
Jón Olafsson.
Valdimar Briem.
árum eftir lát föðurins óvenju snotrar útgáfur af
merkustu ritum lians, — að Bréfum hans undan-
skildum — og þó aS raunar skorti á greinargerSir
og skýringar, sem nauSsynlegar eru, þá er þarna
um aS ræSa bókmenntir aldahvarfa meS gamalli og
merkri menningarþjóS. Nú er margt af þessum út-
gáfum uppselt, og þar á meSal ljóSasafn hins mikla
skálds, en út hafa veriS gefin tvö úrvöl kvæSa séra
Matthíasar — og eru bæSi jafntakmörkuS og ófull-
nægjandi, og má nefna til marks um þetta, aS i hvor-
ugu er kvæSiS í Hróarskeldudómkirkju. Ber brýna
nauSsyn til þess, aS rit séra Matthiasar verSi sem
allra fyrst gefin út í sæmandi útgáfu.
Jón Ólafsson var 15 árum yngri en Matthías. Jón
var samfeSra Páli Ólafssyni, fæddur aS Kolfreyju-
staS i FáskrúSsfirSi áriS 1850. Hann var mjög bráS-
þroska og framgjarn, hætti námi í lærSa skólanum
og gerSist 18 ára gamall ritstjóri og harSvítugur and-
stæSingur Dana. Eins og áSur er getiS, varS hann
snemma frægur sem skáld af stjórnmálalegum kvæS-
um, en einnig óvenjuharSorSum blaSagreinum í garS
Dana, og varS hann tvisvar aS flýja land, hiS síSara
(115)